Norðurljósið - 01.01.1983, Page 4
4
NORÐURLJÓSIÐ
Er hann kom í gistihúsið, heilsaði gestgjafmn honum með
mörgum hneigingum og sagði:
Herra greifi, hefur Lúter í raun og veru komið yður líka af
stað? Þér hefðuð átt að koma dálítið fyrr. Fólkið veit ekki,
hvernig það getur haft nógu mikið álit á Lúter.
Greifinn krafðist þess stranglega, að sér væri vísað til
herbergis. Örmagna var hann eftir reiðina og af geðshræring-
unni af því, að áform hans næði fram að ganga. Fór hann eftir
kvöldverð þegar að hátta og sofnaði fast. Er hann vaknaði, var
ennþá myrkur. Er hann gat ekki sofnað aftur, reis hann úr
rekkju, settist við gluggann, er hann hafði opnað hann.
Frá klaustrinu kallaði klukkan til morgunbæna. Reiðin, sem
gripið hafði greifann, æddi nú ekki lengur í hjarta hans. I
huganum var hann heima hjá rúmi sjúkrar dóttur sinnar.
Ósjálfrátt lagði hann hendurnar saman til bænar. Þá var kveikt
ljós í hornherbergi í húsi við hliðina á húsi hans. Greifinn
heyrði greinilega, að djúp og fögur mannsrödd mælti: Það gefi
Guð Faðir, Sonur og Heilagur Andi. Amen.
Eftir þetta heyrði hann, hvernig mannsröddin - með þeim
krafti og innileika, að annað eins hafði hann aldrei heyrt - bað
fyrir heilagri kristni á jörðunni og um sigur heilagra fagnaðar-
boða yfir mótstöðunni.
Greifinn varð mjög hrifinn af að heyra þessa bæn. Árla um
morguninn bað hann um leyfi til að tala við gestgjafann.
Spurði hann, hver sá væri, sem byggi í hornherberginu í
húsinu við hliðina.
Gestgjafinn, sem kominn var með morgunmat og volgt öl í
bolla, svaraði:
Hvort ég get það, hver búi þar? Það get ég sagt yður. Það er
Lúter, erki-villutrúarmaðurinn.
Lúter! hrópaði greifinn undrandi.
Já, doktor Marteinn Lúter. Á yðar tign nokkurt erindi við
hann?
Er ekki var svarað, hristi gestgjafinn höfuðið um leið og hann
gekk burt.
Greifmn stóð um stund sem negldur við gólfið, í djúpum
hugsunum. Þá lagði hann af stað og snerti ekki volgt ölið. Hann
gekk niður tröppurnar til nágranna hússins og stóð á næsta