Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
1521 viðurkenndi trú sína fyrir keisaranum, þá stóð þar líka
Eberhard greifi frá Erback meðal þeirra vina og vitna Drottins,
sem gengið höfðu til fylgis við hann.
I þorpinu Bresensback, sem heyrði til eigna Erbacks
greifa, er hægt að finna í skjölum prestsembættisins, hverjir
hafa verið prestar þar, frá því á dögum siðbótar. Hvaða nafner
fyrst af öllum í langri nafnaröð? Nafn Jóhanns Speckel, sem
var skriftafaðir greifans, hans er í fyrstu var svo ákafur
mótstöðumaður siðabótarinnar.
Þýtt úr Livets Gang.
Vantrúaður faðir unninn
til trúar á Krist
Hann var faðir og vann sem læknir í Bandaríkjunum. En hann
var fríhyggjumaður. Dóttur átti hann, sem María hét. Hún var
í Englandi. Er hún hafði verið gift í 10 ár, fékk hún að öðlast
sannarlegt afturhvarf. Þá fór hún að biðja fyrir föður sínum.
Hún öðlaðist fulla vissu um, að bænin yrði heyrð.
Loksins sýndi Drottinn henni, ef hún vildi fara til Banda-
ríkjanna, mundi hún verða verkfæri hans til að snúa föður
hennar. Þetta var löng ferð til að hjálpa aðeins einni sál. En
þetta var henni fjarska dýrmæt sál á tvennan hátt. Hún lagði af
stað.
Faðir hennar var harður, lærður afneitari Guðs. Hún vissi
ekki, hvernig hún gæti náð til hans. Hún sagði Drottni, að hann
yrði að sjá um samtalið fyrir hana. Drottinn gjörði það líka.
Fáum dögum eftir, að hún var komin til Bandaríkjanna,
mælti faðir hennar við hana: Ég get sagt þér eitthvað, sem mun
koma þér til að hlæja. Þá sagði hann henni frá konu, sem var
mjög syndug. Lá hún í sjúkrahúsi, veik af hræðilegum sjúk-
dómi, er syndin hafði leitt yfir hana. Sagði hann þá konunni,
að lifnaði sínum yrði hún að breyta, ella mundi hún deyja.
Hræðsla greip konuna, er hún stóð nú augliti til auglits við
dauðann. Hún sagði: Læknir, biðjið fyrir mér. Merkilegt var,
að guðsafneitari væri beðinn slíks. En merkilegra var þó svar