Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 8
8
NORÐURLJÓSIÐ
dóttur sinnar. Hann varð 92 ára gamall. Og fram til hinstu
stundar hélt hann áfram að vitna: að það er blóð Jesú, sonar
Guðs, sem hreinsar oss af allri synd.
Þýtt úr Sunnudagsskúlin, Færeyjum. En þar tekið upp úr
„Faithful Words“. (Trúföst orð.)
Allir þarfnast Jesú
Frá árinu 1974 til ársloka 1975 var ég nemi við háskólann í
Wisconsin Stevens Point. Það gerðist, meðan ég dvaldi hjá
Stevens Point, að ég fann sanna merking lífsins, - lífsins með
Jesú Kristi.
Ekki hafði það verið, að ævi mín snerist alltaf um Krist. í
rauninni var það um tíma, sem Jesús hafði ekkert gildi fyrir mig.
Eg leit á það fólk, er staðhæfði, að Jesús væri frelsari þess, sem
eitthvað sjúkt á taugum.
A síðari hluta síðara námsárs iníns átti ég heima í vagni, í
garði rétt fyrir utan borgina. Sveitinni unni ég. Þar var rólegt
og friðsælt. I umhverfi slíku hafði ég nægan tíma til að hugsa
um hlutina. Það var þar, sem orð vinar míns fóru að læðast inn í
huga minn. Vinur minn hét Steve, og hann var frá heimaborg
minni, Bloomer, Wisconsin. Steve var sannkristinn maður. Er
hann kom að heimsækja mig, talaði hann um það, að allir
þörfnuðust þess, að Jesús yrði miðdepill ævi þeirra. Eg
hugsaði, að þetta væri ágætt fyrir hann, ef hann langaði til þess.
Eg þarfnaðist ekki Jesú eða annarra. Sjálfur gat ég séð um mig.
Steve hélt áfram að vitna fyrir mér, og ég varð svo þreyttur á að
hlusta á hann, að ég fór að forðast hann. Erfitt virtist það þó. Því
meira sem ég reyndi að forðast hann, því oftar kom hann. Eg
varð ókurteis við hann og sagði honum, að ég kærði mig ekkert
um hann og þetta Jesú-tal hans. Eftir þetta kom hann sjaldnar,
en hætti þó ekki að koma.
Samtímis því, sem Steve var að reyna að vinna mig fyrir
Jesúm, var annar vinur að reyna að fá mig til að koma í eitthvert
bræðralag. A þessu fékk ég áhuga. Eg fór að eyða meiri og meiri
tíma í hópi þeirra. Dvalið var helst á vínsölustöðum og drukkið.
Fyrst var ég með einu sinni í viku. Þá varð það tvisvar og