Norðurljósið - 01.01.1983, Page 11
NORÐURL.JÓSIÐ
11
þessu er ekki sagt, að sérhver maður, sem gætti fjár/hafi verið
óráðvandur.
En það var þessi fyrirlitna stétt, sem fyrst fékk að heyra
fagnaðarboðin: Engill Drottins stóð allt í einu hjá þessum
fyrirlitnu mönnum og sagði við þá: „Sjá, ég boða yður mikinn
fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: „Yður er í dag frelsari
fæddur, sem er Kristuf Drottinn, í borg Davíðs“.
Postulinn Páll ritaði Korintumönnum ennfremur:
„Þér eruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir
máttugir, ekki margir stórættaðir, heldur hefur Guð útvalið
það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gjöra hinum
vitru kinnroða . . . til þess að ekki skuli neitt hold hrósa sér fyrir
Guði“. (1. Kor. 1. 26. - 29.)
Kaflinn um fjárhirðana er tekinn úr „The Chosen people
(Utvalda fólkið). En þar eftir riti, sem nefnist „Bread of Life“
(Brauð lífsins).
FRELSARI ER ÞÚ FÆDDIST HÉR Á JÖRÐ
Frelsari, er þú fæddist hér á jörð,
forðum í jörðu var þér hvíla gjörð,
Himins og jarðar auðs þú áttir ráð,
alsnauður komstu samt, ó, hvílík náð,
Hjartgróna þína hógværð veröld sá,
hjúpaður reifum, stráum hvíldir á.
Þú, sem um eilífð einn ert Guði með,
orðinn varst barn og fékkst þá slíkan beð.
Afklæddur Guðs mynd tókstu mannsins mynd,
mannlegu holdi klæddur laus við synd.
Mennirnir einskis mátu þína náð,
mæddi þig hatur, óvild gys og háð.
Hvar sem þú fórst, þú gerðir öllum gott,
Guð átti þig sem trúan, sannan vott,
líknsamur, hjálpfús, öllum vildir vel,
veröldin galt að launum kross og hel.
S.G.J.