Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 12
12
NORÐURLJÓSIÐ
Eina,
dýrmæta
eignin
hans
Eg hafði stundað hjúkrun í 15 ár. Þá fór ég að hjúkra manni,
sem í fyrstu var minn óskemmtilegasti sjúklingur, en varð sá, er
ég náði bestum árangri hjá.
Herra X, er ég mun nefna hann af siðferðislegum ástæðum,
og ég, áttum saman fjórar nætur. En lengra gat líf hans ekki
orðið.
Fyrst vil ég þá geta þess, að hr. X. var kominn að dauða, er ég
kynnti mig fyrir honum. Auðugur var hann, geysilega. í mörg
ár hafði hann verið í alþjóðlegum félagsskap. Hann hafði
ferðast úti um heiminn. Kona hans var niðurbrotin á taugum
og var áfengissjúklingur. Hann var forhertur guðleysingi. Það
var líka konan hans og margir af félögum hans-. Enga vini átti
hann, viðskipta-félaga, en vini enga, áreiðanlega. Þar sem hann
vissi, að hann átti enga vini, hafði hann gert þær ráðstafanir, að
hjúkrunarkonurnar þrjár, sem stunduðu hann (að degi, kvöldi
og nóttu) skyldu fylgja honum til grafar, svo að konan hans
hefði einhvern, sem hún gæti treyst á, meðan þessir erfiðu dagar
stóðu yfir. Það var sorglega staðreyndin, að hann borgaði
hjúkrunarkonunum til að koma fram sem vinir á þessum erfiðu
dögum.
Meðan stóð yfir fyrsta einvígi okkar, gaf hann skipanir og
gerði allra ósanngjörnustu kröfur, sem alls ekki voru honumtil
nokkurra hagsbóta. Brýn nauðsyn var, að við ræddum saman í
fyllstu hreinskilni. Skýrði ég þá fyrir honum, hvernig ég ætlaði