Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 13
norðurljósið
13
að annast hann. Ég sagði honum, að hann mætti vera alveg
fullviss um, að ég mundi annast hann eins vel og framast væri
unnt, ekki vegna þess, að hann gæfi mér skipanir, heldur vegna
þess, að ég liti á mig sem ábyrga gagnvart Drottni, Guði
mínum.
Jafnvel í sárustu þjáningum gjammaði hann: Ég er
guðleysingi, og ég borga þér.
Satt, þú borgar fyrir þjónustu mína og tíma minn, en þetta
gefur þér engan rétt til að segja mér, hvernig ég eigi að hegða
mér. Hegðun mín er ákvörðuð af trú minni á Guð.
Þannig endaði samtal okkar. Þögn ríkti um nóttina, nema
fáein orð voru sögð, sem nauðsynleg voru til umönnunar
vesalings deyjandi gömlum manni.
Kvöldið eftir, ér ég kom heim til hans kl. 11, hafði ég með
mér Gídeons hjúkrunarkvenna nýja testamentið eins og alltaf.
Sjúklingur minn var þróttminni en kvöldið áður, og augu hans
ennþá meira inn sokkin. En hann virtist hafa með ákefð beðið
komu minnar. Er hann hafði í skyndi sent kvöld-hjúkrunar-
konuna á brott og varla gefið henni nógan tíma til að skila
skýrslu sinni, sneri hann sér þegar í stað til efnisins um Guð.
Hann spurði mig, hvernig ég gæti verið svo fullviss um andlega
hluti, er ég hafði rætt um við hann. Tók ég þá upp litla, hvíta
vasa-nýja testamentið mitt. Las ég fyrir honum 23. sálminn og
útskýrði fyrirheitin í hverri setningu. Reiðilega, hrædda
andlitið hans fékk linari línur í svip hans. Meiri friður virtist
koma yfir hann, er hann fór að veita orði Guðs viðtöku. Rómur
hans varð jafnvel blíðari. Loksins, vegna lyfjagjafar alvarlega
sjúkdómsins og hve framorðið var, fór hann aðsofa. Þáumleið
rétti hann fram höndina og tók testamentið frá mér. Um
morguninn, er hann vaknaði, fékk hann mér bókina, en sagði
ekki orð.
Þriðja kvöldið, er ég kom, var hann vel vakandi og lá á hjarta
að segja eitthvað. Er síðdegis hjúkrunarkona var farin, er hún
hafði ritað skýrslu sína, þá sagði hann og var hraðmæltur:
Hvernig get ég tekið á móti Drottni, þegar það er orðið svona
áliðið? Það var komið miðnætti. Og líka var orðið liðið á ævi
hans.
Orðsins þjónn frá nálægri kirkju kom, er ég símaði. Hr. X tók