Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 15
NORÐURLJÓSIÐ
15
uppörvandi fyrir okkur, þegar við gefum því gaum, er hann
sagði við Jeremía, að jafnvel mestu fyrirbiðjendur geta ekki haft
áhrif á Guð. Bænin verður okkur alltaf leyndardómur. Við
vitum það eitt: að Guð langar til, að við tökum þátt í guðdóm-
legri fyrirætlun hans. Eigi að síður vill hann ekki, að hann verði
sveigður frá fullkomnum vilja sínum, vegna fáfræði okkar
Veikleika eða skilningsleysis. Guð er einvaldur og mun ávallt
verða það. Lofað sé nafn hans.
(Þýtt.)
Prayer Fellowship Leaflet. (Bænasamfélags smásritið.
Desember 1981.) Útgefandi: Scripture Gift Mission,
(Ritninga gjafa trúboðið. London. Því þykir mjög varið í að fá
notuð íslensk frímerki. Gott verð fæst fyrir þau, er styrkir
starfið.) S.G.J.
Annað dæmi um gildi bænar
I Illinois í Bandaríkjunum starfar kristniboðs-félagsskapur,
sem nefnir sig: International Crusades To-day. (Alþjóðlegar
krossferðir nú á dögum.) Tekur hann ungt, sannkristið fólk til
þjálfunar, hvernig það eigi að tala við fólk og leiða það til trúar á
Guð og son hans Drottin Jesúm Krist. Nota þeir mjög mikið
aðferð einka samtala, en samkomur einnig.
Nýlega fékk ég bréf frá forstjóranum. Segir hann í því meðal
annars:
Það gæti orðið þér til uppörvunar að vita, að við höfum
fengið svo ágætar skýrslur, sem kristniboðarnir ungu hafa sent
frá starfmu á trúboðsakrinum á Filippseyjum . . . Er ein ung
stúlka hafði frelsast, fór hún þegar í stað heim og vitnaði fyrir
fjölskyldu sinni. Gat hún leitt þó nokkra úr henni til Drottins.
Er hún var að vitna, komst hún að því, að amma hennar var
trúuð. Hafði hún í 17 ár beðið um það, að einhver kæmi til
borgar þeirrar, sem heitir Morong, og segði öðrum frá Drottni.
Starfshópurinn er að starfa í þessari borg núna, (þegar þetta var
titað í apríl eða maí 1982, minnir mig). Þetta hreif starfsfólkið
°g okkur líka, segir að lokum. (Þýtt.)