Norðurljósið - 01.01.1983, Page 16
16
NORÐURLJÓSIÐ
Er Victoría drottning veiddi sál
Fyrir mörgum árum átti gömul kona, heima á bóndabæ á
eynni Wright. Þessi kona var ein af þeim, sem peninga fékk
frá Victoríu drottningu. Bróðurdóttur átti hún, sem vann í
verslun í bænum Cowes.
Svo bar til dag nokkurn, að stúlkan kom í heimsókn til föður-
systur sinnar. Meðan þær sátu og drukku te, kom drottningin
Victoría skyndilega inn. Hún drakk te með þeim, og svo sátu
þær og röbbuðu saman stundarkorn, og á meðan var Victoría
drottning að prjóna.
Drottningin sagði, er nokkur stund var liðin: Nú skulum við
lesa nokkur vers úr guðspjalli Jóhannesar, 14. kapítula. Erhún
hafði lesið þau, leit hún fjarska vingjarnlega á ungu stúlkuna og
sagði: Eg er að velta því fyrir mér, hvort þú munir vera
sannkristin?
O, já, svaraði unga stúlkan.
Hvernig veitst þú, að þú ert sannkristin? spurði drottningin.
Svarið var: Af því að ég er bæði skírð og fermd.
Drottningin svaraði ekki, en sagði viðkvæmt: Við skulum nú
hafa dálitla bænastund. Þú getur kropið á kné, en við, gömlu
konurnar, sitjum og lútum höfði, því að við getum ekki kropið á
kné vegna gigtar í hnjánum.
Drottningin bað nú og sagði: Drottinn, viltu opna augu
þessarar ungu stúlku og sýna henni, að fái hún ekki nýtt hjarta,
getur hún aldrei orðið sannkristin. Sýndu henni, að enginn ytri
siður getur frelsað sálu hennar. Um þetta bið ég í nafni
Drottins Jesú Krists.
Er unga stúlkan sagði frá þessu, bætti hún við: Oft hef ég
sungið: God save the Queen (Guð frelsi drottninguna.) En
aldrei hafði mér komið til hugar, að drottningin bæði Guð að
frelsa mig!
Þessa bæn heyrði Guð, því að árið eftir bað unga stúlkan
Drottin Jesúm að frelsa sig. Hún öðlaðist sannarlegt afturhvarf.
Guð notaði hana mjög mikið til að vinna sálir. Hún er nú heima
hjá Drottni ásamt Victoríu drottningu.
Þýtt úr Sunnudagsskúlin 4. 1. 1964. Færeyjum.