Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 17
norðurljósið
17
Hrafnar Guðs
Eað var köld vetrarnótt. Lítill drengur sat hjá mömmu sinni.
Hún var ekkja. Ekkert var til að hita upp, ekkert brenni, og
enginn matur var á borðinu. þau lásu saman í biblíunni söguna
af Elía og hröfnunum. Drengurinn lét svo útidyrahurðina
standa opna. Nú vildi svo til, að borgarstjórinn gekk framhjá.
Hann varð forvitinn, er hann sá, að dyrnar stóðu opnar í
kuldanum. Hann gekk inn og sagði: Hvernig stendur á því, að
þið látið dyrnar standa opnar á svona kaldri nóttu? Við lásum
um Elía og hrafnana, svaraði drengurinn, og ég er viss um, að
hrafnar Guðs eru á leiðinni til okkar núna. Þess vegna lét ég
dyrnar vera opnar, svo að þeir kæmust inn. Þásagði maðurinn:
Eg skal vera Guðs-hrafninn. Upp frá því skorti þau ekki neitt.
Þýtt úr Sunnudagsskúlin. Færeyjum.
Hugsjón blinds manns
Hún hefur bjargað sjón milljóna manna.
Jón Wilson, sem var 12 ára gamall, sneri við eimflöskunni til að
rannsaka innihald hennar. Hann var staddur í efna-rannsóknar
stofu skólans. Blindandi ljósglampi kom og lýsti upp stofuna.
Hrengurinn greip fyrir andlitið.
Tilraunin endaði því með slysi og blindu. Var framtíð Jóns
°viss. Hann var alinn upp á Meþódista-prestssetri í Derby-
sýslu. Trú hans gerði meira fyrir hann en það: að öðlast starf á
Vegum velferðarfélags. Hann var gæddur kredduföstu þolgæði
°g óeigingjörnum áhuga. Tókst honum að stofna „Konunglega
Sambandsríkja-félagið til hjálpar blindúm“. Varð hann fyrsti
forstjóri þess árið 1950.
Herra Jón - (hann var gerður að riddara árið 1975) - trúði
Því, að félagið ætti að starfa í hverju ríki, sem var innan
rikjasambandsins við Bretland. (Þýð.) Að hvetja þar til
hlindrahjálpar og koma henni af stað.
Innan fárra ára voru slík félög komin á fót í Sambandsríkjum