Norðurljósið - 01.01.1983, Side 20
20
NORÐURl JÓSIÐ
Hann gat fengið félagið til að leggja fram 40.000 sterlingspund
til að rannsaka þessa blindu í Vestur-Afríku. „Verðum við
gjaldþrota af þessu, þá er það í þágu góðs málefnis“.
Þannig mælti gjaldkerinn, er félagið unga samþykkti þessa
kostnaðar áætlun.
Kuldaleg var hún, myndin, sem árangurinn af könnuninni
kallaði fram. Af einni milljón íbúa í Norður-Ghana voru að
minnsta kosti 600. 000 manns, er þjáðust af árblindu. 30.000
voru þegar orðnir blindir.
I Norður-Nigeríu 200.000 orðnir blindir. Voru þeir veikir af
sjúkdómi, sem ekki hafði verið þar til áður.
Herra Jóni varð mikilvæg staðreynd ljós. Þremur af hverjum
fjórum hefði verið unnt að hjálpa.
Orsök árblindu var brýnust þörf að fást við. Einn hópur
starfsmanna var í Norður-Ghana. Hann uppgötvaði nýjar
staðreyndir í tengslum við fluguna: Simulium. Staðirnir þar,
sem hún skítur eggjum sínum, voru færðir inn á landabréf.
Fært var inn, hve hátt þær flugu og hve þær voru útbreiddar.
Að nauðsynjalausu.
Skilyrði vatns og gróðurs voru athuguð, og botnleðja var
rannsökuð til að komast að raun um, hvernig flugan lifði af
þurrkatimann. Svæði voru afmörkuð á þeim stöðum þar, sem
unnt var að drepa fluguna.
Sjö ára rannsóknir sönnuðu, að blindan var ónauðsynleg og
unnt að afstýra henni.
Alþjóðlega heilbrigðistofnunin setti þá þar til kjörna nefnd
til að sanræma Alþjóðlega hjálparstarfsemi. Nú er komið svo,
að árblindan er nálega orðin viðráðanleg.
Árið 1980 hjálpaði félagið þeim, er fluttust á hreinsuð svæði
til að setja þar á stofn ný byggðarlög.
Herra Jón fór þá til fleiri staða, meðal þeirra í Luapula dalinn
í Norður-Rhodesíu. Þar stóð hann andspænis ægivaldi
töfralæknanna. Flestum börnum höfðu þeir gefið lyf, sem búin
voru til úr berjum, laufum, berki grösum og stundum bætt
við heitum trjákolum. Helmingurinn af þessum lyfjum var svo
etandi, að þau brenndu gat á fataefni.