Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 21
NORÐURLJÓSIÐ
21
Herra Jón vissi, að gagnslaust var að hef]a stríð við töfra-
læknana. Með persónutöfrum sínum fékk hann þá til samstarfs
við sig. Hann sannfærði þáum, aðþeir ættu aðnotasúlfa-lyfog
aureomycin smyrsli við augnsjúkdómum. Þótt þeirbættu þávið
fáeinum töfraþulum, mundi það ekki angra Félagið ofmikið!
Könnun í Austur- og Mið-Afríku styrkti þákönnun, að 75%
blindu á þessu svæði væri unnt að fyrirbyggja.
En heimsveldið breska var stærra en Afríka. I byrjun 60.
aratugsins sneri þessi sendiherra blindra, til Indlands, er
stærðar vegna mætti nefna litla heimsálfu.
Hungursneyð.
Herra Jón fór að ferðast um landið. Beiskur þefur hungurs-
neyðar hvíldi yfir þorpunum. Það var sem lífið væri að reyna að
halda jafnvægi á hnífsegg ógæfu. í þorpi einu mætti hann
stúlku. Hún var hrædd, hungruð og uppgefin. Við brjóst
hennar hvíldi kröfufrekt barn. Hann kom í sjúkrahús.
Smábörn voru þar, of þróttlaus til að gráta. Gamall maður
kjökraði, er ljósið frá rafkyndli læknisins snart augu hans.
Hann kenndi svo til. Herra Jóni varð ljóst, að hér var hann
viðstaddur harmleik, er að mikilleik átti sér engar hliðstæður
^ký á augum rændu sjóninni, svo að fólk varð blint. Eftir fljót-
*egt yfirlit, taldist honum til, að tvær milljónir manna væru
nteð ský á augum. Nánari rannsókn hækkaði þessa tölu í fimm
nnlljónir.
Herra Jón kom til Sitapur á Norðaustur-Indlandi. Þar sá
hann dr. Mera, augnsjúkdóma skurðlækni. Hann lét flytja
s)úklingana til sín á færibandi.
Þetta var mjög líkt sjúkrahúsi hermanna í fremstu
víglínu, rifjar herra Jón upp. Skólastofa hafði verið gjörð að
skurðlækningastofu svona í svipinn.
Tjöld þöktu ferhyrnda, auða svæðið í miðju þorpinu. Úti
fyrir var eldhús, er framreiddi hundruð hrísgrjóna máltíða á
dag.
Innan árs hafði herra Jón safnað 100.000 sterlings pundum
bl að hefja herferð,sem nefndist: Augu Indlands. Á tveimur
aru® höfðu sextíu og tvö þúsund manns fengið sjónina aftur.