Norðurljósið - 01.01.1983, Page 23
NORÐURLJÓSIÐ
23
Hinn
undursamlegi
Kristur
Eftir dr. Henry Joe
Hankins (nú látinn.)
t*ví að barn er oss fætt, sonur er oss gefínn; á hans
herðum skal höfðingjadómurinn hvíla; nafn hans skal
kallað: Undursamlegur, Ráðgjafí, Máttugur Guð,
Eilífur Faðir, Friðarhöfðingi. (Jesaja 9. 6. Enskar þýð.)
Mér hefur stundum komið til hugar: að fara yfir biblíuna alla
°g leita upp öll þau nöfn, sem hún nefnir hann. (Þau munu vera
100, hef ég lesið. Þýð.) En ég ætla að rekja það, sem ritningin
Segir, að hann er: Undursamlegur.
1. KAFLI
Fœðing hans var undursamleg.
Hún var engin venjuleg fæðing. Henni var spáð á tíma Adams
°g Evu, er þau voru að fela sig fyrir Guði, að hann sæi ekki nekt
þeirra og sekt. Er þau urðu að opinbera synd sína, og er Guð
hafði kveðið upp dóm sinn, þá var þeim gefið fyrirheitið um
þann, er mundi koma og merja höfuð höggormsins. Og sá, er
kæmi, væri sæði konunnar.
Ejögur þúsund ár liðu hjá. Þá kom hann, er Guð hafði gefið