Norðurljósið - 01.01.1983, Side 25
NORÐURLJÓSIÐ
25
3.KAFLI
Dásamlegur var hanri í auðmýkt sinni.
Sonur Guðs lagði alveg til hliðar guðdóm sinn. Þjónusta hans
og kraftaverk voru framkvæmd í krafti heilags Anda, því að Páll
ritar um hann: „Hanri' áleit það ekki rán (kappsmál) að
vera jafn Guði, þótt hann væri í Guðs mynd, heldur
afklæddist henni, er hann tók á sig þjóns mynd og varð
mönnum líkur. Og er hann kom fram að ytra hætti sem
maður, lítilækkaði hann sjálfan sig og varð hlýðinn allt
fram í dauða, já, fram í dauða á krossi“. (Filippíbréfið
2. 6. -8.)
Hann niðurlægði sig svo algjörlega, að vér heyrum hann
segja: „Refar eiga greni og fuglar himinsins hreiður, en Manns-
sonurinn á hvergi höfði sínu að halla að“. (Matt. 8. 20.)
Hann, sem var ríkur, varð vor vegna fátækur, til þess að vér
skyldum auðgast af fátækt hans. Hann var klæddur og fæddur
af öðrum. Sveipaður líkklæði annars manns, var hann lagður í
annars manns gröf.
4. KAFLI
Dásamleg var samúð hans.
Sjáið hann, er hann gengur um kring og snertir mannfólkið.
Hann sér það eins og sauði, sem engan hirði hafa. Hann er
hrærður af meðaumkun. Hann er aldrei svo þreyttur, að hann
bæti ekki úr þörfum þjáðra. Aldrei sendir hann fólkið hungrað
frá sér.
Sjái hann syndara, þreyttan á syndinni, heyrum vér hann
Segja: „Syndir þínar eru þér fyrirgefnar“. Líkþráa læknaði
hann, gefur blindum sýn. Hann reisir upp hina dánu og gefur
þá aftur ástvinum þeirra.
O, hve Kristur er fullur samúðar!
Jafnvel þegar konan, sem staðin var að hórdómi, var dregin
fytir hann, þá segir hann: „Sakfelldi enginn þig?“ Hún svaraði: