Norðurljósið - 01.01.1983, Side 26
26
NORÐURLJÓSIÐ
„Enginn, herra“. „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú, syndga
ekki upp frá þessu“. (Jóh. 8. 1. -11.)
Ó, hinn samúðarfulli Kristur vildi ekki, að nokkur skyldi
glatast: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf soninn
eina, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi
eilíft líf‘. (Jóh. 3. 16. Bibl. 1981, nm.)
5. KAFLI
/ dauðanum var hann undursamlegur.
Dauða hans var spáð þegar í garðinum í Eden, þegar hann
gjörði manninum og konu hans skinnkyrtla. Hann er Lambið,
er slátrað var frá grundvöllun veraldar. Frá þeim tíma sneri
ásjóna hans að Golgata. Hann kom af sjálfsdáðum til að leggja
líf sitt í sölurnar. „Enginn tekur það frá mér, heldur legg ég það
sjálfviljuglega í sölurnar“. (Jóh. 10. 18.)
Þegar komið var með hermenn og þjóna frá æðstu
prestunum til að handtaka hann, gekk hann fram á móti þeim
og spurði: „Að hverjum leitið þér?“ Þeir svöruðu honum: „Að
Jesú frá Nasaret“. Þá segir hann: „Ég er“. (Grískan.)
.(Frummálið) „Þá hopuðu þeir á hæl og féllu til jarðar“.
I fortilveru sinni sem engill Jahve eða Jahve birtist hann
Móse. Móse átti að segja Israelsmönnum, að Jahve - Ég er -
sendi mig til yðar.
Og þegar Jesús, hinn eilífi Ég er, talar þessi orð þá fylgdi
þeim þessi kraftur, að handtakendur hans féllu til jarðar. Hann
kom til að gefa líf sitt.
Pétur brá sverði sínu og hjó eyrað af þjóni æðsta prestsins.
Með fingurgómi sínum gerði hann eyrað heilt.
Hlustið á, hvað hann segir, þegar þeir krossfesta hann:
„Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera“.
(Lúk. 23. 34.) Þegar hann deyr, kallar hann hárri
röddu: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!“ (Lúk. 23.46.)
Þá skalf jörðin, björgin klofnuðu, þegar hann hrópaði: „Það er
fullkomnað!“
Þetta var enginn venjulegur dauðdagi. Sérhverju smáatriði í