Norðurljósið - 01.01.1983, Page 28
28
NORÐURLJÓSIÐ
eftir blund dauðans rísum vér upp í sömu mynd og
dýrðarlíkami hans hefur. Þá munum vér syngja og segja:
„Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur
þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?“ (1. Kor. 15. 54. 55.)
(Greininni hefur verið þjappað saman, efni haldið. Þýð.)
Jack hálfviti og óvissutrúar
lögfræðingurinn
Eftir dr. T. J. Crossan.
Vinur okkar í Bandaríkjunum sagði okkur þessa sögu. Hann
sagði, að lögfræðingur nokkur er var óvissutrúar maður,
(agnostic) hafði búið árum saman skammt frá honum í sömu
götu. Að eðlisfari var hann mjög vingjarnlegur maður og átti
fjölmarga vini. Af því að svona stóð á, voru trúarleg áhrif hans
til hins verra mjög mikil.
Morgun nokkurn, er lögfræðingurinn og sögumaðurinn
voru að bíða eftir sömu bifreiðinni, kom vörubifreið og skilaði
af sér stóru tjaldi á hornlóðinni gagnvart þeim. Menn fóru
þegar að reisa tjaldið. Lögfræðingnum var forvitni á að vita, til
hvers þetta væri og fór yfir götuna. Honum var sagt, að trúboði
nokkur væri kominn til bæjarins og ætlaði að byrja að halda
tjaldsamkomur þá um kvöldið. Samkomurnar hófust, og brátt
var mikill fjöldi fólks farinn að sækja þær, því að trúboðinn var
sannur guðsmaður.
Um það bil á fjórða morgni eftir, að samkomurnar byrjuðu,
frétti þessi lögfræðingur, að unglingspiltur, um fjórtán ára,
hafði snúið sér til Krists kvöldið áður. Hann var nefndur Jack
hálfviti. Þann morgun stóð maðurinn, er sagði söguna, ágötu-
horninu og beið eftir vagninum. Sá hann þá, hvar lögfræðing-
urinn kom gangandi þangað. Allt í einu kom Jack hálfviti og
gekk til lögfræðingsins. Lögfræðingurinn stansaði hann og
sagði eitthvað við hann. Jói svaraði og gekk hratt á brott.
Er lögfræðingurinn kom á hornið, kinkaði hann kolli til
sögumanns og annarra kunningja og gekk síðan einn sér. Er
vagninn kom, settist hann útaf fyrir sig. Hann reyndi að láta
vini sína halda, að hann væri að lesa í blaði. En sögumaður gat
J