Norðurljósið - 01.01.1983, Page 29
norðurljósið
29
séð, að hann var alls ekki að lesa. Næsta morgun var
lögfræðingurinn alveg eins óvingjarnlegur, settist sér í vagninn
og sagði ekki orð við nokkurn mann. Afleiðingin varð sú, að
allir fóru að spyrja: Hvað gengur að A. lögfræðingi?
Er hann hafði hagað sér svona einkennilega í um það bil þrjá
daga, fór sögumaður og kona hans á samkomu í tjaldinu. Sér
til mikillar furðu, sáu þau A. lögfræðing þar. Trúboðinn flutti
Ijómandi góða ræðu, og hvatti alla, sem ófrelsaðir voru: aðtska
á móti Kristi sem frelsara sínum framan við altarið ^’yrsti
ttiaðurinn, sem kom, var A. lögfræðingur, óvissutrúarmaður-
inn. Einhver sagði trúboðanum frá, hver hann var. Hann gekk
til lögfræðingsins og ræddi við hann. Eftir fáeinar mínútur
stóðu þeir uþp og gengu upp á ræðupallinn. Þá sagði
trúboðinn: A. lögfræðingur, sem þið þekkið allir, hefur veitt
Kristi viðtöku sem frelsara sínum. Hann langar nú til að segja
ykkur frá því, hvað kom honum til þess.
Lögfræðingurinn stóð þá upp og mælti: Nágrannar, þið vitið
allir, að árum saman hef ég verið samviskusamur óvissutrúar-
maður, og að ég hef talað gegn biblíunni, af því að hún kenndi,
3ð til er himnaríki eftir dauðann handa hinum góðu og helvíti
handa hinum óguðlegu. Jæja, fyrir þremur dögum heyrði ég,
að Jack litli hálfviti hafði fengið trúna hérna, og þegar ég var á
leiðinni að ná í vagninn, sá ég Jack koma gangandi til mín. Ég
stansaði hann og sagði: Jack, þeir segja mér, að þú hafir fengið
trúna í gærkvöldi. Já, herra A., hana fékk ég. Jæja, Jack hef ég
ekki oft sagt þér, að hvorki himnaríki né helvíti er til? Jú, herra
A.., það hefur þú gert, en í gærkvöldi var Guð að tala við mig, og
ég fór að hugsa sjálfur. Ég rökræddi á þessa leið: Setjum svo, að
það sé ekkert himnaríki og ekkert helvíti til, þá líður mér ekkert
ver en þér, herra A. þegar ég er dauður. En sé himnaríki til og sé
helvíti til, þá hef ég tvennar líkur til þess, að ég fari í himnaríki,
en þú ekki nema einar til þess, að þú farir þangað. En þú ferð
areiðanlega til helvítis, og herra A., ég er enginn bjáni. Þágekk
hann hratt á brott.
Lögfræðingurinn sagði síðan frá því, hvernig Guð hafði
notað Jack hálfvita til að koma sér til að hugsa á þá lund, sem
hann hafði aldrei áður gert. Allan liðlangan daginn, nema þegar
hann var önnum kafinn að sinna skiptavinum sínum, endurtók