Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 30
30
NORÐURLJÓSIÐ
heilagur Andi þessi orð Jacks: Setjum svo, að það sé ekkert
himnaríki til og ekkert helvíti, þá líður mér ekkert ver en þér,
herra A., þegar ég er dauður. En sé himnaríki til og sé helvíti til,
þá hef ég tvennar líkur til þess, að ég fari í himnaríki, en þú
ekki nema einar líkur til þess, að þú farir þangað. En þú ferð
áreiðnlega til helvítis, og herra A., ég er enginn bjáni. Guð vakti
hann hvað eftir annað á nóttunni, og þá heyrði hann rödd Jacks
litla segja innra með sér: Setjum svo að það sé ekkert himnaríki
og ekkert helvíti til, þá líður mér ekkert ver en þér, herra A.,
þegar ég er dauður. En sé himnaríki tii, og sé helvíti til, þá hef
ég tvennar líkur til þess, að ég fari í himnaríki, en þú ekki nema
einar líkur til þess, að þú farir þangað. En þú ferð áreiðanlega til
helvítis; og, herra A., ég er enginn bjáni. Afleiðingar þessa urðu
þær, bætti hann við, að ég sásjálfan mig sem vesalings glataðan
syndara, sem þarfnaðist frelsara, svo að ég kom hingað í kvöld,
og Guð hefur frelsað mig um tíma og eilífð.
(Þýtt úr: The Sword of the Lord (Sverði Drottins). En
tekið þar upp úr bókinni: The Bible: Its Hell and Its
Ages.) (Áður birt í Nlj. 1966.)
Fór hann til himins og aftur til jarðar?
Sérstæð reynsla fyrrverandi höfðaveiðara.
Atburðurinn átti sér stað í Taiwan í desember mánuði 1979.
Söguhetjan er bróðir Lin.
Eg gleymi því aldrei, er ég sá hann í fyrsta sinni. Hann kom á
móti mér með framrétta höndina til að taka í hönd mér. Hann
endurtók eina orðið, sem við báðir gátum skilið, opinbera
ávarpsorðið hjá Söfnuðum Guðs í Taiwan: Hallelúja!
Hallelúja!
Er ég tók í hönd hans, gaf ég honum nánari gætur. Kringlótt,
brúnt andlitið var síbrosandi. Hörundsflúrið á enni hans og
höku sýndi, að á liðnum dögum hafði hann verið
háttsettur leiðtogi ættkvíslar. Ég tók líka eftir götunum,