Norðurljósið - 01.01.1983, Side 31
norðurljósið
31
sem voru á eyrnasneplum hans. Seinna komst ég að því, að
þau táknuðu, hve mörg höfuð hann hafði tekið af í orrustum.
(f*að gleður mig, að ég vissi þetta ekki, er ég sá hann fyrst! Það
var svona fyrir 40 árum, sem höfðaveiðar fjallabúa hættu. Það
er nokkur ávinningur að vera kristniboði nú á dögum.)
Eg stóð þarna, skók hönd hans ... og við endurtókum þetta
eina orð, sem við skildum báðir: Hallelúja!
Þannig kynntist ég Bróður Lin, en ættflokksnafn hans er
Deangon. Indælli og blíðari sál mundi hvergi finnast. Og það
er erfitt að trúa því, að þessi kæri bróðir hafi eitt sinn verið
villtur, grimmur höfðaveiðari.
Eitt sinn bar svo til, að ég ræddi við nokkra bræður, sem
heyrðu frumbyggjum til, hver væri ástæða þess, að fjallafólkið
hafði orðið svo friðsamt. Er við fórum að ræða það, hrærði það
ntjög hjarta mitt. Þeir sögðu: Við metum mikils, hvað stjórnin
°kkar hefur gert til að bæta lífskjör okkar og að taka okkur inn í
nútíma þjóðfélag. En raunverulega ástæðan - að samlífið
er svo frlðsælt - er sú, að kristniboðarnir komu og fluttu
°kkur fagnaðarerindið fyrir mörgum árum. Við fundum Krist.
Hann breytti líferni okkar. Fagnaðarboðin gerðu þennan
tttismun.
Við hjónin, Maydell og ég, lítum á það eins og sérstök
forréttindi, að við fáum að starfa hjá þessu elskulega fólki. í
Taiwan fjallahéraðinu eru 34 söfnuðir. Stefnt er að því, að
söfnuðirnir og hinir trúuðu þroskist andlega og finni til
abyrgðar. Vegna leiðtogastarfs heilags Anda sjáum við stöðuga
Slgra . . . Kraftaverka er þörf, ekki aðeins til að hefja starfið,
beldur og til að leiða það á þroskandi braut.
Guð veitti Bróður Lin geysimikla,
andlega reynslu í desember 1979
bó nokkrir kristnir menn voru á leið til jólaguðsþjónustu í
^esember 1979. Rákust þeir þá á Bróður Lin, þar sem hann lá á
^ðjum veginum og virtist dáinn. Æðasláttur fannst enginn.
Maðurinn dró ekki andann. Líkaminn var orðinn kaldur. Þeir