Norðurljósið - 01.01.1983, Page 32
32
NORÐURLJÓSIÐ
báru hann til kirkjunnar og báðust síðan innilega fyrir. Eftir
um það bil 30 mínútur, settist hann upp og neri augun. Hann
var lifandi! Hvílíkur fögnuður varð!
Er kyrrð fór að komast á, sagði hann frá því, sem komið hafði
fyrir hann. Er hann var á leið til kirkjunnar, kom engill og sagði
honum að fylgja sér. Tók hann í hönd honum og eftir andartak
stóð hann frammi fyrir Jesú. Hann sagði, að fegurð og dýrð
Drottins væri ekki unnt að lýsa. Drottinn tók í hönd
honum og sýndi honum mjög mjóan veg. Þeir gengu hann
saman. Vegurinn lá til himins, og þar fékk hann að litast um.
Jesús sýndi honum þá annan veg, sem var talsvert breiður.
Og þeir gengu eftir þessum vegi, uns komið var á brún helvítis.
Bróðir Lin sá grátinn og heyrði kveinin og varð að snúa sér
undan frá því, að horfa á það. Þá sagði Jesús honum að snúa
aftur og segja frá því, sem hann hafði séð.
Óþarft er að geta þess, að þetta hefur hrært við fjalla-
söfnuðum okkar alveg geysilega, er fólkið gerir sér ljóst, hve
mikilvægt það er, að Guði sé þjónað trúfastlega.
Hvernig gat það gjörst, að maður, sem blóðþorsti stjórnaði,
er sér til heiðurs tók höfuð af mönnum, gat öðlast slíka eftir-
sótta reynslu? Það var aðeins ein leið til þess: Fagnaðarerindið
gerði mismuninn. Þýtt úr The Flame (Loginn).
Kennið þeim gömlu söngvana
Maður að nafni Luis Palau segir frá því, hvernig hann og kona
hans Pat urðu við vondum fréttum . . Onnur eins raun hafði
aldrei mætt þeim áður á ævi þeirra. Bæði í Lundúnum og
Glasgow hafði sagan sterk áhrif.
Fyrir rúmu ári ræddi kona mannsins við lækni sinn. Hann
sagði henni, að æxli væri komið í hana. Fylgjast varð með
þessu, en læknir sagði, að hugsanlegt væri að þetta yrði ekki
áhyggju efni. Svo var það viku síðar, að þau sátu andspænis
lækni með kuldasvip, er sagði þeim blákaldan sannleikann:
Þetta var alvarlegt, þetta var krabbamein. Uppskurð varð að
gera þegar í stað.