Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 33
norðurljósið
33
Er við komum út, segir Luis, var heimurinn okkar hruninn
umhverfis okkur. Pat sneri sér að mér og sagði: Svo að þetta
urðu þá endalokin. Maður hennar sagði þá: Nei, þetta eru ekki
endalokin. Drottinn mun greiða úr þessu.
Hugsanir þutu um huga minn, meðan við ókum heim. Allt,
sem við höfðum áformað að gera saman fyrir Drottin,
hringsnerist í kolli mér. Þegar ég kom heim, fór ég niður í gren-
•ð mitt í kjallaranum og grét þar og grét.
Þá heyrði ég, að konan mín sat við slaghörpuna og söng. Hún
lék alla gömlu sálmana. A slíkri stundu gat hún enn sungið
Guði lof. Mér fannst nú, að á slíkum stundum ættu þess konar
sálmar alls ekki við!
Við verðum að kenna unga fólkinu okkar eitthvað af slíkum
söngvum. Þá hefur það eitthvað, sem það getur snúið sér að,
þegar erfíðleikar koma.
Meðan ég hlustaði á Luis, hvarflaði hugur minn til
Rúmeníu. Meðan við ókum yfir hana, minnist ég samtals, er ég
átti við Jósef Ton. Hann sagði okkur þá dálítið af því,hvaðþað
er: að vera stranglega yfirheyrður. Einu sinni lenti hann í klóm
manns, er guðlastaði og formælti honum klukkustundum
saman í lögreglustöð.
Allan tímann, meðan þetta gekk á, sagði Jósef okkur, söng ég
1 huganum sálmabókina frá upphafi til enda, og ég var
hamingjusamur í anda. Ég held, að það sé þetta, sem Luis átti
við.
(Þýtt úr Evangelism Today. - Fagnaðarboðunin nú á
dögum. Er það blað í sambandi við Decicion - Akvörðun, blað
dr. Billy Grahams.)
Sannleikur
Salómó býður oss að kaupa sannleika. En hann segir ekki, hvað
hann eigi að kosta. (Orðskv. 23. 23.) Er það vegna þess, að
sannleikann eigum við að fá, hvað svo sem hann kostar. Við
eigum að elska hann, bæði þegar hann skín og þegar hann
brennir. Hver smáögn af sannleika er eins dýrmæt og gullduft.
verðum að lifa með honum eða deyja fyrir hann.