Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 36
36
NORÐURLJÓSIÐ
7. Gættu vel að tækifærunum mörgu, sem Guð mun gefa
þér og Andinn leggur þér til, er þú átt að segja öðrum frá því,
hvað Kristur hefur gert fyrir þig. Matteus 10. 32. 33.; 1.
Pétursbréf 3. 15., Sálmur 107. 2.
8. Sæktu guðsþjónustur í kirkju þinni, söfnuði reglubund-
ið og stundvíslega.Hebreabréfið 10. 25., Lúkas 4. 16., Sálmur
122. 1.
9. Með mikilli bæn skaltu ákveða, hvernig þú getir þjónað
Drottni best, og orðið honum trúfastur starfsmaður. 1. Kor.
15. 58., Jóhannes 15. 16. Prédikarinn 9. 10.
10. Gerðu þér ljósa ábyrgð þína gagnvart Guði með því að
heiðra hann með tíund þinni og með gjöfum þínum. Malakí 3.
10., Lúkas 14. 33., 1. Kor. 16. 2.
11. Birtu kærleika Guðs með anda hógværðar og fyrirgefn-
ingar, en haltu þér frá hatri og óvingjarnleika. Jóhannes 13. 35.,
Efesusbréfið 4. 32.
12. Lofaðu Drottin ávallt fyrir alla hluti, færðu þakkir á
tímum sorga og erfíðleika alveg eins og á tímum gleði og
farsældar. 1. Þessaloníkubréfið 5. 18., Efesusbréfið 5. 20.,
Sálmarnir 118. 1.
J. Allen Blair.
Gefið út af Kristniboði til heyrnarlausra Afríkumanna.
Viðbót: Vilji einhver færa Guði þakkarfórn, - af því að
börnin hans eða hennar eru ekki heyrnarlaus og mállaus, - með
því að senda þessu hjálparstarfí gjöf - (það er víðast hvar
ekkert styrkt af innlendum mönnum, skilst mér,) þá mun
ritstjóri Nlj. koma henni áleiðis.
„Hann er vor friður“
Orð Jesú: Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði, eru vel kunn.
Svo fögur eru þau og mikilvæg mönnunum, að oft eru þau
notuð, er guðsþjónustur enda. Þá hljómar: Friður veri með
yður eða farið í friði. **
Með frelsuninni fyrir trúna á Krist hefur hann frið að gefa
É