Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 37
NORÐURLJÓSIÐ
37
eirðarlausum mannshuganum. Og biblían segir: Hann er vor
friður. Orð Jesú: minn frið gef ég yður, ekki gef ég eins og
heimurinn gefur, . . . þau færa okkur tilboð frá honum.
Hvað liggur á bak við þessi orð, sem svo oft eru endurtekin í
biblíu vorri og af predikunarstólunum? Hugsar sá, - sem hlustar
a orðin um þennan frið - eiginlega nokkuð um það, hvað þau
nierkja, og að þau eru ætluð honum?
Vilji fólk ekki ofurselja sig skinhelgi Farísea og drambi, þá
verður það að taka þessar vel kunnu og endurteknu setningar til
alvarlegrar íhugunar og endurmats. Orð Jesú eru í senn: mjög
mikilvægt fyrirheit og mikilvæg áminning trúuðum.
Drottinn gefur sínum frið. Trúuð, frelsuð manneskja á að
eiga frið í huga og hjarta, sem starfar eins og véla-samstæða,
Sem framleiðir samræmi. Allt veltur á því: að menn lúti þessum
eilífu sannindum. Friðurinn ætti að vera slíkt einkenni hins
^ruaða, að hann verði umburðarlyndur og sanngjarn, svo að
hann veki traust. Vér eigum að ástunda frið. Framkoman
Vltnar hátt um það, hvernig ástandið er hið innra.----
Mættu þeir allir,sem telja sig vera fylgjarar Krists, láta
heiminn allan sjá, að Kristur hefur gefið þeim þennan frið í
hjörtun, að þeir lifi í friði mitt á tímum ófriðar.
Ole B. Jarlvang. (Þýtt úr Livets Gang.)
Lestur í heilagri ritningu
er að umgangast Guð. Planta, sem vex í jaðri ár, umgengst
vatnið, ekki aðeins tvisvar eða þrisvar á sólarhring heldur dag og
n°tt. Plantan sú er blaðamörg og rík af ávöxtum, þótt enginn
Jttaður vökvi hana, því að rætur hennar sjúga í sig vatnið, og
essunaráhrif þess ná til allra hluta plöntunnar.
A sama hátt er ástatt um mann, er stöðugt les í biblíunni
s*nni og dvelur hjá uppsprettu hennar, jafnvel þótt hann hafí
ekki nokkurn, sem útskýrt getur orðið fyrir honum. Með
estrinum sækir hann mikla blessun fyrir rætur síns innra lífs.
(Þýtt úr Livets Gang.)