Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 38
38
NORÐURl JÓSIÐ
Þannig er það ritað
Kona nokkur, aldurhnigin, var komin í fangelsi efans. Um
raunir sínar ræddi hún við reyndan, sannkristinn mann, sagði
honum, að hún væri niðurbeygð, af því að hún fyndi, að Guð
væri ekki lengur með henni. Hann svaraði henni með ósvikinni,
kristilegri fyndni: Já, þú veist, að ritað stendur: Sjá, ég er með yður
annan hvorn dag! — Nei, svaraði konan, þrumulostin, það
stendur alla daga. Þá rann ljós skilningsins upp fyrir henni.
Drottinn hefur ekki yfírgefið okkur í vetrarmyrkri sálarinnar á
dimmu dögunum. (Þýtt úr Livets Gang.)
Abrahams
Ég er Guð Abrahams, ísaks og Jakobs. (Matt. 22. 32. og á
öðrum stöðum). Jesús vitnaði í þessi orð til að sanna upprisu
dauðra. En orðin færa ennþá meiri huggun með sér. Það var
Guði þóknanlegt: að kalla sjálfan sig Guð Abrahams -
trúfasta, hlýðna Abrahams, sem hann kallaði vin sinn, - og Guð
Isaks, sem með auðmjúkri hlýðni var reiðubúinn að láta fórna
sér. En hann kallaði sig líka Guð Jakobs! bragðarefsins,
táldragandans! Satt er það, að hann beitti slægð við aðra, en
hann virðist hafa erft þetta frá móður sinni og móðurbróður.
Hvílik huggun fyrir sum af okkur, að reiðubúinn var Guð að
vera Guð Jakobs líka! Á þá huggun eykur, að, eins og hjá okkur,
voru stundum rangar hvatir ábakviðbænir Jakobs. Forsendur
þeirra voru rangar. En Guð heyrði hann og svaraði honum.
Margt er það á síðari árum Jakobs, er virðist benda til þess,
að Guð er þá að kenna honum margt, námskafla, sem hann
lærir Guði til dýrðar. Af óendanlegri miskunn sinni tekur Guð á
móti okkur eins og við erum með veikleika okkar, persónulega
og að erfðum tekna. Hann þráir þó alltaf að breyta okkur úr því,
sem við erum, í það, sem við eigum að verða. Sjálf mundum við
vilja, að við og aðrir breyttumst á einni nóttu. Af miskunn sinni
og visku starfar hann hægt í okkur, mjúklega og með óendan-