Norðurljósið - 01.01.1983, Side 39
norðurljósið
39
legri þolinmæði. Við þökkum fyrir það, að þessi Guð er vor
Guð líka!
Þýtt úr Prayer Fellowship Leaflet, Bænasamfélags smáriti
Ritningargjafa-trúboðsins í Lundúnum í Englandi.
Sefur ekki og blundar ekki
Skip, sem hét ZamZam varð fyrir tundurskeyti. Farþegarnir,
sem neyddust til að stökkva í sjóinn, voru tíndir upp af vöru-
flutningaskipi og látnir í lestina. Næsta morgun spurðu þeir
hver annan: Fékkstu tauga-óstyrk? Varstu hræddur? Var þér
kalt? Kristniboði, aldraður, svaraði þannig, að gólFið hafði
verið hræðilega hart. En Drottinn hafði minnt hann á orð sín í
121. Sálmi, 4. grein: „Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann vörður ísraels“. Hann kvaðst þá hafa litið til Drottins og
sagt: Drottinn, í raun og veru er ekki nokkur ástæða til þess, að
við séum báðir að vaka í nótt. Ef þú vakir, þá skal ég þakka þér
iyrir að fá einhvern svefn. Og hann sagði: Ég fékk hann.
Paul S. Rees. (Lagað. Þýtt.)
Aðgreining
A liðnum tímum var það oft, að sannkristinn maður þekktist á
því, sem hann gjörði eða lét ógjört. Áhersla mikil var lögð á það,
að hann væri ólíkur „heiminum“ á neikvæðan hátt. Vegna
veikleika þeirrar áherslu, þá hefur risið sterk alda kristilegra
skoðana er segja, að vér ættum ekki að vera allt of ólíkir þeim, sem
eru umhverfis oss, að vér drægjum þá enn nær, sem ekki eru
sannkristnir, ef vér gjörum hið sama og þeir gjöra og förum
þangað, sem þeir fara. Vissulega verðum vér að sýna kærleika
°8 góðvild og leggja þannig áherslu á jákvæða hlið kristilegs
trúarlífs. En 2. Mósebók 33. kafli, 15. og 16. grein, sýnir, að
hvorug þessi aðferð nægir. Móse staðhæfir, að það er nálægð
Guðs, er sýnir, hvert er hið sanna fólk Guðs, hvort sem það eru
heldur karlmenn eða konur.
(Þýtt úr Bænasamfélags riti Ritningagjafa trúboðsins, maí
1981.)