Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 40
40
NORÐURLJÓSIÐ
Cam
frændi
Billy Graham: Hann snart heiminn á þann hátt, sem ég
hef aldrei getað.
William Cameron Townsend er nú kominn heim til
Drottins. Oþreytandi þjónusta hans hefur varað í hálfa öld.
Hún var veitt fólki, sem heimurinn hefur gleymt. Frumherji
var hann, sem barðist fyrir einni hugsjón. Sannfærður var hann
um, að kraftur orðs Guðs gæti gerbreytt lífi manna, ef þeir
fengju það á máli, sem þeir gætu skilið. Trú hans var blátt
áfram, en geysilega mikil á kraftinn í orði Guðs til að gerbreyta
fólki, ef það fengi það á því máli, sem það gæti skilið. Er nú
verið að þýða það á níu hundruð tungumál, sem voru án
ritmáls.
Heiðraður var hann af ríkisstjórnum margra landa . .. Hann
lét halda sumarnámskeið, er kenndu tungumál. Kjarrskóga-
búðir hafði hann, og hélt námskeið til að læra tungumál.
Hann hélt uppi flugi yfír kjarrskógunum og útvarpsþjónustu,
er sýnir skapandi leiðtoga-starf hans.
Hjartahlýr var hann og persónuleikinn geislaði, hlátur hans
léttur, glampar í augum. Cam frændi naut Guðs og naut lífsins.
Við hvert tækifæri, sem gafst, lét hann aðra fá að njóta Guðs
orðs og kærleika síns eins og um jafningja væri að ræða. Blessun
fylgi því: að vera í návist hans. Við biðjum fyrir Elaine, konu
hans, sem af hjarta tók þátt í kröfunum miklu, sem lífið gerði
til hans.
Wycliffe-biblíuþýðendumir og kristniboðsstarfið í heiminum
verður ekki hið sama og það var á dögum Cams frænda. Þúsundir