Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 41
NORÐURLJÓSIÐ
41
af nýju, trúuðu fólki úti um allan heiminn, það eru virðingar
nterkin um áhuga þessa dygga þjóns Guðs. Minninsmerki það,
sem best á við um hann, er það, að hugsun hans (sem er einnig
hugsun Drottins), að Orð Guðs verði til á sérhverju tungumáli
í heiminum.
Þýtt úr Wycliffe News. (Fréttabréfi Dick Fry frá Wýcliffe.)
Barsillaí Gíleaðíti
Eftir Charles H. Simeott.
En Barsillaí svaraði konungi: „Hversu mörg æviár á ég
eftir ólifuð?“ (2. Sam. 19. 34.)
Miklar dyggðir eru sjaldan einar, ef það á sér þá nokkru
Slnni stað. I þeirri sál, er elur þær, er hugsjón að verki,
Þótt það sé ekki alltaf. í sögunni af Barsillaí sjáum við
óæmi mikils örlætis, er Davíð var sýnt og fylgdarliði hans, er
hann og það flúði undan Absalóm. Og við sjáum ekki minna
elskuvert dæmi mikils örlætis, er Davíð og mönnum hans var
sýnt, er þeir höfðu sigrað Absalóm og friður var kominn á.
f^avíð langaði til að launa þjónustu velgerðarmanns síns, „því að
Barsillaí hafði birgt konung upp að vistum, meðan hann dvaldi
1 Mahanaím“. Davíð bað hann innilega að koma ogeyða sínum
^vidögum hjá honum í Jerúsalem, svo að hann gæti
endurgoldið velgerðir hans. En Barsillaí hafnaði boðinu og
Sagði: „Hversu mörg æviár á ég enn ólifuð, að ég skyldi fara
með konungi til Jerúsalem?“
Spurningin: „Hversu mörg æviár á ég enn ólifuð?“ hæfir
°kkur öllum. Er okkur gagnlegt að íhuga hana.
Hún á við um tímanleg efni. Á þetta leggur frásagan mikla
aherslu „Barsillaí var gamall mjög“. Gaf hann Davíð til kynna,
að hann hafði ekki lengur getu til að njóta þeirrar ánægju, sem
j’kilningarvitum mannsins bjóðast. Ekki gat hann búist við, að
ann ætti langan aldur enn fyrir höndum í þessum heimi. Frá