Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 42
42
NORÐURLJÓSIÐ
sjónarmiði þessu var spurningin réttmæt og átakanleg og
verðskuldar almenna athygli.
Séum við orðin aldurhnigin, eru þessi sannindi augljós. Þau
eru það einnig, þótt við séum á blómaskeiði æskunnar. Hvað er
mannsævin löng? Sjötíu til áttatíu ár, þegar best lætur. A
æskuárum virðist þetta langt. Á elliárum sýnist það mjög stutt.
Gamalmennin öll munu segja ykkur, að ævin sé liðin hjá eins og
draumur.-----Auk þess, hve lífið er skammvinnt, verðum við
einnig að gefa því gaum, hve ótryggt það er. Réttilega getur sér
hver maður sagt: „Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál“.
Frá þessum hugleiðingum getum við hafið okkur, hafíst yfír
hégóma tíma og skynjana.
Hugsum okkur dauðadæmdan mann. Hann verður eftir fáar
stundir tekinn af lífi. Hverjar verða tilfinningar hans? Hvað
fínnst honum þá um tímanlega hluti? Mundi hann hafa mikla
velþóknun á því, sem hann átti einu sinni? Fregnir um tjón eða
hagnað, hefðu þær mikil áhrif á hann? Nei, nú sæi hann allt í
réttum litum og virðast það harla tilkomulítið. Hann sæi, hvað
það var tómt og fánýtt, er hann ætti að kveðja það að eilífu.
Tilfinningu þessa ætti hver maður að efla hjá sér, með því er
ekki sagt, að nokkur maður eigi að gerast skeytingarlaus eða
gleyma skyldum sínum. En hann ætti ekki að elska þetta
jarðneska og með áhyggjum að safna þessu að sér.
Þetta er viðeigandi í tímanlegum efnum, en miklu fremur þó
í þeim efnum, sem að eilífðinni lúta.
Ef við miðum við eilífðina, þá eru þúsund ár sem deplað sé
auga. Á þá nokkurt okkar svo langt líf fyrir höndum, að við
getum vanrækt eilífðarmálin? Hefur nokkurt okkar gert
sáttmála við dauðann? Eða hefur Guð sagt við nokkurt okkar,
eins og hann sagði við Hiskía: „Eg vil enn leggja fimmtán ár við
aldur þinn?“ Er það ekki heldur hitt, að Guð hafi sagt við
nokkura: „Á þessu ári skaltu deyja?“ Hvernig getum við haldið
áfram að vanrækja sálir okkar, uns heppilegri tími komi til þess.
Sennilega kemur hann aldrei aftur. I samanburði við eilífðar-
málin eru tímanleg málefni gildislaus. Sé þeim gefinn hæsti
sessinn í áhugamálum okkar, þá er það ekki heimskan ein,
heldur brjálæði.