Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 43
norðurljósið
43
Ættum við að vera hálfvolg í áhuganum gagnvart þeim?
Flestir munu viðurkenna, að viðeigandi sé, að sálinni sé
einhver gaumur gefinn. En yfirleitt er þetta talið aukaatriði.
Slík hálfvelgja er vanþóknanleg Guði, og sálinni ekki síður
skaðvæn en algert áhugaleysi. Okkur hættir til að hugsa á þá leið,
að ekki þurfí að leggja nema lítið á sig til að tryggja okkar eilífu
áhugamál. En þarf svo lítið að gjöra, að því megi ljúka af á
einum degi? Eða erum við viss um, að líf okkar verði lengt um
svo marga daga, að þeir geti bætt upp skort okkar á gaumgæfni
og áhuga? Sjáum við, að fólk, er þreytir kapphlaup, hafi tíma til
að slæpast? Hve miklu síður höfum við þá tíma til þess, er ævin
getur endað svo skjótt? Hvað fáum \nð um dagana, sem geti
bætt okkur upp sálartjón? Þótt þetta jarðneska fullnægi okkur,
°g þó að við gætum notið þess í þúsund ár, er hægt að bera það
saman við sælu himinsins?
Unga fólk, þið hlakkið til komandi ára. Þó getið þið verið eins
°g blómið, „sem afskorið verður fljótt“. Æskan er sá tími, sem
hentastur er til að stunda heilagleik og himnesk störf. Byrjaðu
því án tafar, og „mundu eftir Skapara þínum á unglingsárum
þínum“.
Miðaldra fólk:
Þið haldið, að þið hafið nálega náð uppfyllingu óska ykkar,
öðlast þær. En þið hafið rekið ykkur á fánýti í því, sem þið hafið
öðlast. Sama mun reynslan verða af hinu, sem ekki er fengið
enn. Við endurtökum: Tímanleg skyldustörf þarf að leysa af
hendi með gaumgæfni. En ekkert af því stenst nokkurn saman-
hurð við sálina.
Þeir, sem náð hafa háum aldri verða ávarpaðir nú:
Hefir ekki framkoma Barsillaís fallið þér vel í geð? Þú finnur
hl líkamlegrar hrörnunar. Þú veist, að náttúrlegu eðli
samkvæmt er lífsskeið þitt orðið stutt. Sýndu þá jarðnesk-
um munum vaxandi áhugaleysi, en hugsaðu æ meir og meir um
hið himneska. Gerðu þig æ kunnugri hugsunum um dauðann
°g dóminn, og kepptu fram með sí-vaxandi árvekni til að
höndla hnoss himneskrar köllunar þinnar.
A öllum tímum ævinnar, en einkum þó er aldurinn hækkar,
®ttum við að biðja með Móse: „Kenn oss að telja daga vora, að