Norðurljósið - 01.01.1983, Side 44
44
NORÐURLJÓSIÐ
vér megum öðlast viturt hjarta“. (Sálm. 90. 12.) - Hér endaorð
Simeons.
Nú vill þýðandinn flytja bæn, sem þú getur gert að þinni
bæn:
Himneski faðir! Égkemtil þín. Ég veit, að mér hefur oft yfír
sést og ekki gert vilja þinn. Fyrirgefðu mér það sakir nafns og
verðleika sonar þíns, Drottins Jesú Krists, og styrk þú mig
stund eftir stund og dag frá degi til að þóknast þér. í nafni
Drottins Jesú. Amen.
Ætluð til notkunar
Maður, sem framleiddi sápu, en var ekki sannkristinn, var að
tala við Orðsins þjón og sagði: Þessi fagnaðarboð, sem þú
flytur, virðast ekki hafa gert mikið gagn, því að enn er mikill
óguðleiki og spillt fólk í heiminum. Predikarinn svaraði ekki
þegar í stað. En þeir gengu brátt framhjá barni, sem var að búa
til kökur úr moldarleðju. Drengurinn sá var ákaflega óhreinn.
Predikarinn mælti þá: Sápa virðist ekki hafa gert mikið gagn í
heiminum, því að ennþá eru til óhreínindi mikil og margt
óhreint fólk.
O-jæja, svaraði framleiðandi sápunnar. Sápa gerir því aðeins
gagn, að hún sé notuð.
Alveg rétt, svaraði Orðsins þjónninn. Þanning er því farið
með fagnaðarboðin. - Þýtt úr Sverði Drottins, úrklippubók
Viola Walden.
Tíu boðorð
cetluð þeim, sem aka bifreiðum.
1. Þú skalt ekki nota mótor til morða.
2. Þú skalt ekki blanda saman áfengi og bensíni.
3. Þú skalt ekki aka hraðar en lög leyfa.
4. Þú skalt ekki vera of nálægt bifreið á undan þér.