Norðurljósið - 01.01.1983, Page 45
norðurljósið
45
5. Þú skalt ekki aka sitt á hvað á akreinum.
6. Þú skalt ekki gleyma að gefa stefnumerki.
7. Þú skalt ekki missa stjórn á skapi þínu.
8. Þú skalt sýna öðrum ökumönnum kurteisi.
9. Þú skalt sýna gætni gagnvart gangandi fólki.
10. Þú skalt hafa umferðalögin og hjólreiðamenn í heiðri.
(Þýtt úr Sverði Drottins.)
Eg heyrði þá sögu, að kona sagði við predikara: Ég er með
kross, sem ég þarf að bera. - Vitleysa, svaraði predikarinn, það
er bóndi þinn, sem ber krossinn. — Hann hafði rétt fyrir sér.
Margir hafa reynt og reyna enn að dylja sínar yfirsjónir. „Sá,
sem dylur yfirsjþnir sínar, verður ekki lángefinn“. Orðskvið-
Enir 28. 13.
Ef þér verður eitthvað á,
segðu ávallt satt.
Segðu skýrt og sannort frá.
Segðu ávallt satt.
Þessa réttu reglu ber
rista djúpt í hjarta sér,
kjörorð best í heimi hér:
„Segðu ávallt satt“.
Sannleiksást er yndisleg,
segðu ávallt satt.
Lygin opnar lastaveg,
segðu ávallt satt.
Lítilmennið lygar tér,
leitast við að forða sér,
sómamaður satt fram ber,
segðu ávallt satt.
Heimsins mesta furðuverk
^annslíkaminn geymir margar fjarstæðukenndar tölur. Hann
er furðuverk. Stærðarhlutföllin eru alveg óskiljanleg.
Við skulum þá líta á nokkrar staðreyndir, sem í líkamanum
eru fólgnar.