Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 46
46
NORÐURLJÓSIÐ
Á sólarhring hverjum slær hjartað um 103.400 slög. Þú
andar 23.400 sinnum á sama tíma. Þú andar að þér hér um bil
12 teningsmetrum af lofti. Þú talar svo mikið, að það verða uffl
4800 orð. Stærri vöðvarnir, sem þú notar, eru 750. Heilafrum-
urnar. Þú notar 7.000.000 af heilafrumum þínum daglega. (En
ég hef lesið einhvers staðar þá ágiskun: að allar frumur heilans
séu 3.200 trilljónir. Meiri hlutinn er því aldrei notaður. S.G.JO
Ytri flötur hörunds líkamans er um 2 fermetrar. En í
lungunum eru um 350 miljónir af blöðrum. Samanlagður
flötur þeirra er um 150 ferkm. Úr loftinu vinna lungun 5670 -
7000 lítra súrefnis á sólarhring.
Hjartað er annað óþreytanlegt líffæri. Hjá manneskju, sem
lifað hefur í 70 ár, hefur það slegið 3000 miljón sinnum. Orkan,
er hjartað notar við starf sitt á sólarhring, samsvarar því, að
manneskjum þremur af meðalstærð væri lyft 100 metra upp frá
jörðu! Á degi hverjum dælir hjartað 10.520 lítrum blóðs.
I blóði því, sem mannslíkaminn geymir í sér, eru allt að 25
biljónir rauðra blóðkorna. Samanlagður flötur þeirrayrði 3700
fermetrar. Væri þeim raðað hverju ofan á annað næðu þau 4000
metra upp í loftið!
Samanlögð lengd taugaþráða er mikilfengleg einnig. Hún
yrði um 480.000 km! Hún er lengri en leiðin til tunglsins, því að
þangað eru „aðeins 413.000 km!“
I mannslíkama hverjum eru 243 bein. Þeim er haldið saman
með 150 liðamótum.
Eyrað er eins konar slagharpa. I því eru 24.000 taugagreinar,
sem er raðað eins og nótum á hljóðfæri.
I augunum eru 750 miljónir taugagreina og stafa, sem flytja
áhrif ljóss og lita til heilans . . .
Þegar vikið er að minninu, þá er það blátt áfram svo
öfgafullt, svo fjarstæðukennt, að--
Var það einhver, sem sagði, að þetta hefði allt orðið til, afþví
að einhver sprenging átti sér stað úti í himingeimnum? Eftir
því sem vísindin leggja undir sín yfirráð æ stærri svæði
þekkingar, er minna rætt um tilgátuna þá. Fleiri og fleiri
viðurkenna, að Skapari er á bak við þessi furðuverk.
O.B.J. í Livets Gang.