Norðurljósið - 01.01.1983, Page 48
48
NORÐURI JÓSIÐ
hann þeim ellefu, og álasaði hann þeim fyrir vantrú þeirra og
harðúð hjartans, að þeir höfðu ekki trúað þeim, er sáu hann
upprisinn. Og hann sagði við þá: Farið út um allan heiminnog
predikið gleðiboðskapinn alhri skepnu“. (Mark. 16. 14., 15.)
Skipun Krists var gefin hinum ellefu okkur - mér!
Er ég var að æfa páska-kantötu í kirkjunni minni, þá gáfu
mér orðin í einum af söngvunum svar við spurningunni: Hví
lærðir þú ekki að segja „nei“ og lætur einhvern annan gera það?
Þú ert of önnum kafmn nú þegar!
„Vegna þess, er hann gjörði fyrir mig.
Af því að hann gjörði það fúslega,
þá skuldbind ég mig til þess:
að gefa honum ævi mína og elsku“.
Frú Thomas E. Cooper.
(Snúið á íslensku úr The Gideon - Gídoninn, apríl 1981.)
Kristilegur vöxtur
Kristilegur vöxtur er spurning um líf. Andlegt líf þroskast. Það
er eðli andlega lífsins. Get ég verið kristinn maður án þess að
vaxa? Spurningin svarar sér sjálf. Greinarnar á vínviðnum,
þær eru í sambandi lífsins við rótina, fá þaðan vökva og kraft.
Avextir þeir, sem vínviðurinn ber, koma með réttri umhyggju
og næringu. Greinarnar, sem ekki eiga samfélag lífsins í
vínviðnum, þær visna. Þeim verður brennt.
Lifandi, kristin trú hlýtur að vaxa. Þetta er hið eðlilega. Við
vöxum saman í samfélagi, við, sem eigum lífíð. Eg vex ásamt
öðrum kristnum, eins og limir líkamans þroskast saman.
Þannig vex söfnuður Guðs. Ég er ekki tré í túni, í garði, ég er
tré í skógi. Við vöxum saman. Samfélagið kristilega, það er
eðlilegur hluti þess, er aukið getur möguleika vaxtarins, er það
einkennist af umhyggju, kærleika og þjónustu.
En eigi líf mitt að vaxa, verð ég að fá næringu. Matartegund-
ir sumar auka vöxtinn. í andlegri merkingu verðum við að sjá
um, að maturinn sé auðugur af næringarefnum. Heldur þú þig
fast að réttunum, er biblían býður upp á „sem merg og feiti“?
J