Norðurljósið - 01.01.1983, Page 49
Norðurljósið
49
(Sálm 63. 6.)?, svaladrykk bænar? Og leiðréttir þú þig eftir
mælisnúru Orðsins, mun vöxtur þinn taka framförum í
hlutfalli við það, hve yfirráð Orðsins verða mikil hjá þér.
Nú, vöxtur þinn getur hindrast, ef sjúkdómar koma svo sem:
þrætur, öfund, afbrýði og ófriður. Afleiðingar þessa í Korintu
voru þær, að þar voru margir ungbörn i Kristi. Guð kallar
°kkur til þess, að við losum okkur við þessa barnasjúkdóma og
vöxum upp til Krists, sem er höfuðið. Þetta merkir, að við
eigum að fylgja fyrirmynd hans í kristilegu líferni.
Kristilegur vöxtur á ekki að vera krampakenndur, með
rykkjum, heldur jafn. Við gróðursetjum og vökvum, og við
reiðum okkur á, að Guð gefur vöxtinn. Þá verður þaðeðlilegur
Þáttur andlega lífsins, sem við lifum.
Leiðin til stærri andlegra áhrifa i samfélagi, sem er að
afkristnast, er sterkari persónulegur, andlegur baráttukraftur.
Við skulum efla möguleika vaxtarins í eigin lífi og í
Safnaðarlífinu. Þá munu þeir líka, sem eru umhverfis okkur
veita því athygli, eins og við veitum umhverfinu athygli á
Þessum síðsumars tíma.
David Östby.
(Þýtt úr Livets Gang.)
Eitt af megin sannindum biblíunnar
hljómar skært og hreint: Jesús kemur aftur!
Sannleikurinn um endurkomu Jesú er oft nefndur í
íblíUnni (318 sinnum S.G.J.) Jesús talaði oft um hann, og
^nsveinar hans boðuðu hana. í frumkristninni var lifandi
eftirvænting. Vonin um endurkomuna hefur verið misjafnlega
J^ikil á liðnum öldum og um uppfyllingu þess, er Jesús sagði
^rir- Samkvæmt spádómum biblíunnar mun endurkoma Jesú
aia í för með sér nýjar hliðar á endurlausn heimsins.
(Þýtt úr Livets Gang.)