Norðurljósið - 01.01.1983, Page 52
52
NORÐURLJÓSIP
þangað til þeir heyrðu þrumur.
Þá skall steypiregnið á. Það var sem ofviðri stæði inn um
gluggana. Trén hristust og hreinkuðust. Þá var sem milljónum
af höglum væri skotið á húsin. Kristniboðinn opnaði dyrnar
varlega og sá, að ægilega stór högl voru saman fokin í öllum
hornum.
ísinn! ísinn! Ég vissi, að hann mundi koma, sagði kona
kristniboðans og klappaði saman höndunum af gleði.
Guð hefur látið visku heimsins verða til skammar, mælti
kristniboðinn hægt.
Hann tók hatt og regnhlíf og sagði um leið og hann fór út:
Gleymið nú ekki að þakka!
Hann flýtti sér yfir rennvotar göturnar, og þegar hann fór
inn um lágu dyrnar, var stormurinn næstum hættur. Sólin,
sem var að setjast, sendi geisla sína yfir þessa konu. Hún lá
þarna með sælusvip. Það var sem Drottinn Jesús hefði verið
þarna inni og snortið hana með græðandi hönd sinni.
I lófunum hafði hún högl og var að tala við vini sína um:
Kenninguna um Jesúm. Er hún sá kristniboðslækninn hrópaði
hún:
Sjáið, læknir, Guð hefur sent mér ís af himni. - Nú verður
allt gott. Segið vinum mínum meira frá „Jesú-kenningunni“j
svo að þeir fari einnig að trúa.
Þýtt úr Sunnudagsskúlinn, gefinn út af Ebeneser-söfnuðin-
um í Færeyjum. Þýdd þar úr Evangelical Christian.
Undraverði spádómurinn um vígsluhátíðina.
Eftir dr. Daniel Fuchs.
(Vígsluhátíðin er í raun og veru kristin hátíð. Drottinn vor hélt
hana. Sjá Jóhannesar guðspjall. 10. 22.) Hún er hvergi nefnd í
gamla testamentinu. Eigi að síður eru þeir atburðir, sem
sköpuðu þessa hátíð, greinilega sagðir fyrir í spádómsbók
Daníels. Þetta er eittt hið skýrasta dæmi, sem ritningin geymir
um uppfyllta spádóma.