Norðurljósið - 01.01.1983, Page 53
norðurljósið
53
í biblíum vorum er auð síða á milli Malakí og Matteusar. En
hún táknar 420 ára tímabil. Venjulegur lesandi gefur þessu ekki
gaum. Ekki var einu orði aukið við ritin helgu, sem mynduðu
heilaga ritningu. Þau eru oft nefnd þöglu árin. En spámannleg
rit sýna, að Guð þagði ekki um þau.
Persía réði flestum þeim ríkjum, sem voru kunn, er gamla
testamentið endar. Daríus 3. varð konungur Persa árið 336 f.
Kr. Alexander, tvítugur að aldri, settist þá í hásæti föður síns í
Makedóníu. Faðir hans hafði boðið honum að tortíma
persneska keisararíkinu. Herskarar Alexanders sigruðu Persa
þremur árum síðar við Issus. Tveimur árum síðar var persneski
herinn gjörsigraður hjá Arbela.
Tveimur árum áður en Alexander fæddist hafði Daníel skráð
^visögu hans.
„Eftir það mun upp rísa hraustur konungur og
drottna yfir víðlendu ríki og til leiðar koma því, er hann
vill. En þegar uppgangur hans er sem mestur, þá mun
sundrast ríki hans og skiptast eftir fjórum áttum
himinsins, en þó ekki til eftirkomenda hans, og ekki með
slíku veldi, sem hann hafði; því að ríki hans mun eytt
verða og fengið öðrum en þeim“. (Dan. 11. 3-4.)
Konungurinn hrausti, sem reis upp, var Alexander mikli.
^ann drottnaði yfir víðlendu ríki. Þjóðsaga hermir, að hann
§fét, er hann hafði ekki fleiri lönd til að sigra og „að koma því til
^iðar, sem hann vildi“. Daríus bauð honum frið tvisvar með
a8ætum skilmálum. En Alexander sigraði ekki með skilmálum
heldur valdi. „Þegar uppgangur hans er sem mestur, þá mun
sundrast ríki hans . . . þó ekki til eftirkomenda hans“. Er hann
33 ára gamall, þá skiptu þeir, sem voru hershöfðingjar hans
rjkinu á milli sín. Alexander átti son. En hann tók ekki við
nkinu, hershöfðingjarnir sáu um það. Sjáanlegt er, að heilagur
^ndi sem er höfundurinn að ritningunni, vildi benda
§reinilega á persónu og vald Alexanders mikla.
Alexander sigraði heiminn hernaðarlega. En hann var meira
en herforingi. Hann var áhugasamur og glæsilegur postuli
nýrra trúarbragða - heimspeki menningar - grískrar menningar.
Mexander dó, er hann var 33 ára gamall. En blómlegu lífi lifa
enn trúarbrögðin hans.