Norðurljósið - 01.01.1983, Page 54
54
norðurljósið
ísrael var til forna lándamæra hérað á milli Evrópu, Asíu og
Afríku. Á sléttunni með fram hafinu, þar fóru herir þjóðanna
um. En í hæðunum og á fjöllunum bjó fólk, sem trúði á Guð
Abrahams, ísaks og Jakobs. Gríska spekin og gyðingatrúin
hlutu að lenda í árekstri. Vígslu-hátíðin spratt upp af rótum
þessara árekstra.
Við höfum veitt því athygli í 11. kap., með hve mikilli
nákvæmni það er, sem Daniel lýsir Alexander og konungsríki
hans. Nákvæmnin sama í smáatriðum, hún helduráframallttil
hálfri annarri öld síðar, að fyrirlitlegur konungur kemur fram
(21. vers). Honum hafði ekki verið ætluð konungstignin, en
hann nær undir sig ríkinu með fláttskap (Dan. 11. 21.)
Þessi fyrirlitlegi maður var Antiokkus Epifanes. Mikið af
því, sem sagt er um hann í 11. kap., hafði áður verið ritað í 8.
kap. Honum er lýst þar þannig:
„Já, hann óx móti höfðingja hersins, og hann lét
afnema hina daglegu fórn, og hans heilagi bústaður var
niðurrifinn. Og her var framseldur ásamt hinni
daglegu fórn vegna misgjörðarinnar; og hann varp
sannleikanum til jarðar, já, slíkt gjörði hann og var
giftudrjúgur.
Þá heyrði ég einn heilagan tala, og annar heilagur sagði við
hinn, sem talaði:
„Hvað á hún sér langan aldur þessi sýn um hina
daglegu fórn og um hinn hræðilega glæp, frá því hann
framselur helgidóminn og herinn, svo að hann verðí
niður troðinn? Og hann sagði við hann mig, (ensk þýð )
Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar (dagar,
ensk þýð.) og þá mun helgidómurinn aftur vera kominrt t
samt lag“. (hreinsaður, ensk þýð.) (Daníel 8. 11. -14.)
í stuttu máli má segja söguna þannig: Menningin gríska var
að vinna stríðið við menningu Gyðinga. En Antíokkus
Epifanes gat ekki beðið. Hann skipulagði tilraun að koma
grískri menningu að í landinu með valdi. Konungsboð krafðist,
að allar þjóðir sameinuðust í eina þjóð. Enga guði mátti dýrka
nema gríska. Heimspekingur gamall fór frá Aþenu til
Jerúsalem til að knýja fram konungsboðið með valdi. Hann
sagði, að Guð ísraels væri sami guðinn og Seifur. Hann skipaði