Norðurljósið - 01.01.1983, Side 55
NQRÐURLJÓSIÐ
55
svo fyrir, að líkneski af Antíokkusi væri sett á altari musterisins.
Grískir hermenn framkvæmdu heiðna, kynferðislega helgisiði í
forgörðum musterisins. Svínum var fórnað á altarinu.
Umskurn og helgihald hvíldardagsins voru bönnuð. Brotum
gegn þessu var refsað með kvalafullum pyntingum, sem menn
dóu af. Það leit út sem gyðingatrúin væri úr sögunni.
í borginni Modin reisti sýrlenskur foringi líkneski af Seifi.
Hann skipaði gömlum presti, sem Mattathias hét, að fórna grís
á altarinu. Mattathías drap hann og sýrlenska foringjann og
flýði til fjalla með fjölskyldu sína. Aðrir djarfir Gyðingar
söfnuðust til hans. Andspyrnan óx, uns hún varð að uppreisn.
Antiokkus varð sem þrumulostinn. Hann sendi sinn
duglegasta hershöfðingja til að bæla niður uppreisnina. Það
leit út fyrir að Gyðingarnir yrðu afmáðir. Jafnvel hinir trúföstu
voru farnir að efast.
I hæðunum hjá Jerúsalem báðust Gyðingar fyrir. Og einn af
Prestum þeirra las bók Daníels. Spámannlegar ritningar höfðu
huggandi og hvetjandi áhrif. Sýrlenski herinn, sem átti að
tortíma Gyðingum, var sjálfur afmáður hjá Emmaus.
Vegurinn til Jerúsalem og musterisins varð opinn, musterið
hreinsað, og Guð ísraels var aftur tilbeðinn.
Antíokkus hóf sínar ofsóknir 171 f. Kr. Og það var 2300
dögum síðar, í desember 165 f. Kr.,semmusteriðvarhreinsað.
Gyðingaþjóðinni hafði ekki verið tortímt. 170 árum síðar . . .
»voru í þeirri byggð fjárhirðar, sem gættu um nóttina hjarðar
Slnnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins
Ijómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. og engillinn
sagði við þá: „Verið óhræddir, því að sjá: Eg boða yður mikinn
fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag
ftelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“. (Lúk.
2- 8. -11..)
»Þögulu aldirnar“ voru liðnar. „Guð, sem hafði forðum
talað til feðranna, fyrir munn spámanna, talar til vor fyrir
s°ninn“.
(Þýtt úr: The Chosen People - Útvalda fólkið.)