Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 56
56
NORÐURLJÓSIg
Eru tímar heiðingjanna liðnir?
Maður að nafni A. B. Arnot, og er doktor að nafnbót, hefur
nýverið ritað bók, sem hann nefnir: ísrael, undraþjóðin.
Hann vitnar í spádómsbók Daníels 8. kap., 13. og 14. vers:
„Hvað á hún sér langan aldur þessi sýn, um hina daglegu fórn
og hinn hræðilega glæp, er hann framselur bæði helgidóminn
og herinn, svo að hann verði niður troðinn? Og hann sagði við
hann: Tvö þúsund og þrjú hundruð kvöld og morgnar, og þá
mun helgidómurinn kominn aftur í samt lag“.
Þessi sýn kom þegar á eftir hinni sýninni um hrútinn og
geithafurinn (Alexander mikla), er segir frá í sögunni hér á
undan.
Alexander réðist inn í Litlu-Asíu árið 334 f. Kr. og inn í
Júdeu ári síðar. Þar sem ritningin notar stundum orðið
„dagur“ í merkingunni ár, þá var frá tíma sýnar Daníels 333 f.
Kr. að viðbættum 2300 árum komið árið 1967! Það ár, 1967,
var ár sex daga stríðsins, þegar Israel náði Jerúsalem undir
yfirráð sín. Helgidómurinn er því ekki lengur fótum troðinn af
yfírráðum heiðingja.
I Lúkasar guðspjalli 21. kap. 24. versi lesum við: „Jerúsalem
mun verða fótum troðin af heiðingjum, þangað til tímar
heiðingjanna eru liðnir“.
Viðurkennt skal það, að orðið „Jerúsalem" getur stundum
verið notað í víðtækari merkingu en nafnið bendir til. En
augljósasta merkingin er þó vitaskuld borgin sjálf.
I 21. kap. 32. versi ritar Lúkas: „Þessi kynslóð munekki líða
undir lok, uns allt þetta kemur fram“. Kynslóð á máli
biblíunnar merkir oftast 40 ár.
Nú stöndum vér andspænis þessari spurningu: Var árið 1967
loka-ár heiðingjanna? Var þetta upphafs ár síðustu kynslóðar
hér á jörðu áður en Konungurinn kemur?
Þýtt úr „The Flame“ (Loginn). Höfundur Collin Peckham,
er sem stendur skólastjóri í Höfðaborg (Cape Town, Suður -
Afríku.