Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 60
60
NORÐURLJÓSIÐ
Nemandinn úr biblíuskólanum.
Guðleysinginn varð undrandi og áheyrendur hans einnig, er
ungur piltur, sem gat ekki verið meira en 19 ára, gekk fram.
Hann gekk að hlið guðleysingjans og sagði:
Herra, ég trúi því ennþá, að til sé Guð á himnum, og ég trúi
því, að ég geti gefið þessu fólki góða, rökfræðilega og
skynsamlega ástæðu fyrir því, hvers vegna Guð deyddi þig ekki
áðan.
Guðleysinginn steig skref aftur á bak. Greinilega fann hann,
að unglingurinn mundi gerast sekur um flónsku. Fyrir sitt leyti
ætlaði hann að skemmta sér við það. Með háðslegri hneigingu
sagði hann: Afram, ungi maður. Þú færð ræðupallinn.
Ungi maðurinn horfði á mannfjöldann. Undruðust allir,
hvað í ósköpunum ungi maðurinn ætlaði að segja sem svar við
svo skarpri röksemdafærslu, sem það hafði nýorðið vitni að. En
óró engin sást á unga manninum, og hann lét fólkið ekki vera
lengi í vafa um, hvað hann ætlaði að segja.
Með rólegri röddu sagði hann: Frúr og herrar, ég er nemandi
í Moddy biblíustofnuninni. En ég vinn venjulega í Lykkjunni
tvær stundir um hádegið. Fyrir lítilli stundu var starfí mínu
lokið. Eg gekk áleiðis heim að Stofnuninni. Ég ákvað að koma
hingað og dreifa út nokkrum smáritum áður en ég færi aftur í
skólann.
Fyrir fáeinum mínútum gekk ég eftir gangstéttinni, þegar mjög
einkennilegt atvik átti sér stað. Lítill drengur, 8 eða 9 ára
gamall, kom út úr hliðargötu og stóð fyrir framan mig. Utataður
var hann af óhreinindum. Úfið hárið virtist aldrei hafa verið
greitt. Staðar nam hann fyrir framan mig og rétti fram
hendurnar til að stansa mig.
Hvert heldur þú, að þú sért að fara? spurði hann mig ófriðar-
lega.
Ég er á leið heim í herbergi mitt í Moody-stofnuninni. Ég
horfði á óhreint andlit hans, innsognar kinnar, innsokkin augu
og tötralegan fatnað.
Er nokkuð, sem ég get gert fyrir þig? spurði ég.
Það kemur þér ekkert við, hreytti hann út úr sér. Ég hata
pilta eins og þig, í ykkar hvítu skyrtum og með burstaða skó. Þú