Norðurljósið - 01.01.1983, Side 61
norðurljósið
61
ert ekkert nema stór ruddi. Viltu slást?
Nei, ég vil ekki berjast. Ég vildi vera vinur þinn. Viltu ekki,
að ég útvegi þér eitthvað að borða, klippingu, ef til vill, og
eitthvað af hreinum fötum?
Náunginn litli gerði ekkert með vináttuboð mitt. Hann
hrækti á mig og æpti svo hátt sem hann gat: Þú ert hræddur við
að berjast! Þú ert hræddur! Þú ert stærri en ég, en samt ertu
hræddur við að berjast! Þú er hræddur! Þú ert stærri en ég, en
samt ertu hræddur við mig. Komdu! Upp með hnefana! Þar
með kallaði hann mig alls konar viðbjóðslegum og óhreinum
nöfnum.
Eg reyndi að ganga í kringum hann. En hann stökk í skyndi
framfyrir mig, skók hnefana framan við andlitið á mér og
manaði mig að berjast við sig.
Ég barðist ekki við hann. Með lófanum hefði ég auðvitað
getað slegið hann hálfa leið yfir strætið. Hann var svo lítill
snáði. En ég mundi ekki hafa slegið hann, hvað sem var í boði.
Hjarta mitt sárkenndi í brjósti um hann. Glaður hefði ég keypt
mat handa honum, baðað hann og látið hann fara í hrein föt. Ég
hefði viljað vera stóri bróðir hans. En hann vildi ekki leyfa mér
það. Því vinsamlegri sem ég var við hann, því svívirðilegra varð
orðbragð hans og æsing gagnvart mér. Ég steig til hliðar
framhjá honum og hélt niður strætið. Hann elti mig að næstu
þvergötu, manaði mig að stansa og berjast við sig og kallaði mig
öllum ónöfnum.
Tveir af sama tagi.
Hugsið ykkur undrun mína, frúr og herrar, hélt ungi maðurinn
afram, þegar ég kom hingað og sá allt þetta atvik leikið hér á ný.
Uti á strætinu var það lítill óhreinn drengur, hugspilltur og
orðljótur, sem skeytti engu boði mínu að fæða hann, klæða og
gera hann hreinan. Hann hélt stöðugt áfram að kalla mig
þótum nöfnum og að skora á mig að berjast. Þegar ég svo kem í
þennan skemmtigarð, hitti ég óhreinan, lítinn mann, sem
skekur hnefann framan í auglit Guðs og skorar á hann að deyða
sig!