Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 62
62
NORÐURLJÓSIÐ
Óhreinn, lítill drengur og óhreinn maður - tveir sömu
tegundar!
Hann vill fá að vita, hvers vegna Guð laust hann ekki og
deyddi hann. það var af sömu ástæðu og þeirri, að ég sló ekki
þennan óhreina, litla dreng á strætinu, sem hélt áfram að mana
mig að berjast. - Eg var hryggur vegna litla drengsins og vildi
hjálpa honum. Guð finnur til hryggðar vegna þessa manns.og
langar til að hjálpa honum.
(Er hér var komið, hafði guðleysinginn komið sér niður af
pallinum og falið sig í mannþrönginni.)
Drengurinn litli var ataður óhreinindum. Fúslega hefði ég
baðað hann. Þessi maður er saurgaður af syndinni og þarf að
þvost í blóði Jesú Krists.
Drengurinn litli var klæddur í tötra, og ég vildi gefa honum
falleg hrein föt. Þessi maður er tötrum klæddur líka. Þeir eru
tötrar hans eigin sjálfsréttlætis. Hann vill láta ykkur trúa því,
að hann sé réttlátur og heiðarlegur, þegar hann í raun og veru er
fullur af hroka, ofdrambi og táldrægni. Hann þarf að klæðast
skikkju réttlætisins, sem aðeins Drottinn Jesús getur gefið.
Og drengurinn litli var hungraður. Hann sagði það ekki, en
ég vissi, að hann var það. Undir óhreinindunum var hann fölur
og vannærður. Fúslega vildi ég hafa gefið honum mat. En hann
hafði ekkert nema svívirðingar handa mér fyrir vingjarnlegt
boð mitt. Og þessi maður er líka hungraður. Hjarta hans er
hungrað. Eitthvað vantar, og í stað þess að vera hamingjusam-
ur, er hann beiskur. Jesús, sem er brauð og vatn lífsins, mundi
seðja hann fullkomlega. En í stað þess að vera Guði þakklátur
fyrir að bjóða honum hjálpræðið, í stað þess að þakka hinum
himneska Föður, hefur hann ekkert að bjóða nema svívirðingar
og formælingar.
Já, frúr og herrar, ég get sagt ykkur, hvers vegna Guð laust
hann ekki til dauða? Það er vegna þess, að Guð elskar jafnvel
slíkan mann! Biblían segir: „Því að svo elskaði Guð
heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn (soninn eina-nýja
þýðingin) til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki
heldur hafí eilíft líf. (Jóhannesar guðspjall 3. 16.)
Og Guð hefur þolinmóðlega beðið eftir því, að þessi maður
frelsaðist. Biblian segir: „Ekki er Drottinn seinn á sér með