Norðurljósið - 01.01.1983, Page 63
norðurljósið
63
fyrirheitið, þó að sumir álíti það seinlæti, heldur er
hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki, að
neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar“. (2. Pét.
3. 9.)
Vissulega hefði Guð auðveldlega getað drepið þennan mann,
meðan hann hélt úrinu í hendinni. En hvers vegna að flýta sér?
Guð er enn að gefa manninum tækifæri til að frelsast. Ef hann
heldur áfram að afneita Drottni Jesú Kristi, þá mun hann á
sínum tíma deyja. Biblían segir: „Það liggur fyrir mönnunum
eitt sinn að deyja, en eftir það er dómurinn. (Hebrebr. 9. 27.)
Af því að þessi maður vill ekki snúa sér til Krists, mun hann
deyja allt of snemma, - og eftir það mun hann verða í helvíti að
eilifu.
En hann þarf ekki að deyja án Jesú Krists. Og mig langar til
að bjóða honum að snúa sér til Krists, játa syndir sínar og
frelsast.
Er ungi maðurinn svipaðist um, sást guðleysinginn hvergi.
Með drúpandi höfði hafði hann gengið gegnum mannfjöldann
og farið síðan hljóðlega leiðar sinnar á brott úr skemmti-
garðinum.
Frúr og herrar,sagði ungi maðurinn, ég er með nokkur
smárit, sem flytja fagnaðarboðin. Mér þætti vænt um, að
sérhvert ykkar fengi eitt þeirra. Munið það, að Guð elskar
ykkur og vill frelsa ykkur, jafnvel nú þegar í dag, áður en þið
farið brott úr þessum stað, ef þið veitið Drottni Jesú viðtöku
sem frelsara ykkar.
Þar með steig ungi maðurinn niður af litla ræðupallinum.
Hann dreifði ritunum, sem fagnaðarboðin fluttu, út á meðal
fólksins. Mér skilst, að margur hafí sá maðurinn verið, sem
þurrka varð tár úr augum sér áður en hann gat lesið. Og ég velti
því fyrir mér, hvort það hafi ekki verið margir, sem sneru sér til
Jesú Krists þennan dag á Veggjatítlu-torginu.
(Þýtt úr: The Branding Iron - Brennimerkinu.)
Fyrirheit frá Guði
»Trú þú á Drottin Jesúm Krist, og þú munt verða hólpinn!
(Lesið hrífandi sögu í 16. kafla Postulasögunnar.)