Norðurljósið - 01.01.1983, Side 64
64
NORÐURLJÓSIÐ
Auðmýkt Davíðs og
fyrirgefnmg Guðs
Eftir Charles H. Simeon.
Við lesum í 2. Samúelsbók 12. kafla 13. grein.
Þá sagði Davíð við Natan: „Ég hef syndgað móti Drottni“,
og Natan sagði við Davíð: „Drottinn hefur og fyrirgefíð þér
synd þína, þú munt ekki deyja.
Varla er unnt að skilja, hve syndin getur blindað augun og
hert hjartað. Vér getum skilið það, að óguðlegur heimur geti
framið hvers konar ranglæti án þess að blygðast sín eða sjái eftir
því. En hver gæti ímyndað sér, að maður, sem Andi Guðs hefur
gert að nýjum manni, upplýst hann og helgað, geti á stuttum
tíma umbreytst svo, að hann fyllist þvermóðsku? En þetta var
þó breytingin, sem ein freisting kom til vegar hjá manni, sem
var maður „eftir Guðs hjarta“. Atvikiðsjálfter svo velkunnugt
að þess gerist ekki þörf, að minnst sé á það. En spámaðurinn,
Natan, hafði með einni viðeigandi og vel útfærðri dæmisögu
komið Davíð til að kveða upp dóm yfír sjálfum sér. Þá játaði
hann synd sína fyrir Natani og fékk þá huggunarríku fullvissu,
að ranglæti hans, svo stórkostlegt sem það var, væri fyrirgefið.
Tvennt er í þessum texta, sem dregur að sér athygli vora:
I. Auðmýking Davíðs.
Við fyrstu sýn er ekki að sjá, að nokkuð sé það við jácningu
Davíðs, sem geri hana þess virði, að henni sé gaumur gefmn.
En ef vér rannsökum hana vandlega, munum vér fínna í henni
djúpa og sanna iðrun. Ymislegt sýnir það.
1. Hann viðurkenndi, að synd hans væri misgerð á móti
Guði.
Þetta sjónarmið koma menn sjaldnast auga á. Verkin eru
metin og dæmd eftir því, hvaða áhrif þau hafa á mannfélagið.
Þau afbrot, sem framin eru eingöngu gagnvart Guði, svo sem
vantrú, iðrunarleysi, sjálfsréttlæti, og annað því um líkt, eru
aldrei dæmd af heiminum, eða litið á það sem blett á siðferði.