Norðurljósið - 01.01.1983, Side 65
norðurljósið
65
En glæpir, svo sem þjófnaður og meinsæri, gera manninn
útskúfaðan almennt, svo að menn forðast hann. En aðal vonska
syndarinnar birtist í afstöðu hennar gagnvart Guði. Hún er
brot á lögum Guðs, fyrirlitning á valdi hans og verkleg afneitun
allra hans eiginleika. Ætti nokkur synd skilið, að hún væri talin
bera af öðrum að vonsku til, þá væru það glæpirnir, sem Davíð
hafði framið. Samt minntist Davíð ekki á það í játningu sinni,
hver afstaða þeirra var til mannanna, en nefnir þær aðeins sem
synd á móti Guði. Þetta sýnir, að hann lagði rétt mat á verknað
sinn, og að ástæðurnar fyrir því, að hann auðmýkti sig, voru
alveg nákvæmlega þær, sem þær áttu að vera.
2. Davíð reyndi ekki að koma sökrnni yfir á aðra. Þeir, sem
ekki hafa auðmýkt sig fyrir Guði, reyna ávallt að koma sökinni
af sér yfír á aðra. Adam kenndi Evu um brot sitt. Eva kenndi
höggorminum um það. Sál konimgur var ávítaður fyrir það, að
hann þyrmdi Agag og hinu besta af herfanginu. En hann
kenndi fólkinu um þetta. En Davíð mælti ekki eitt afsökunar
orð, sem glæp hans væri til málsbóta. Þetta var önnur ágæt
sönnun iðrunar hans og eftirsjár. Það er alveg áreiðanlegt, að
hvar sem sönn auðmýkt er, þá eykur iðrandi maður fremur við
sök sína en að hann dragi úr henni og afsaki hana.
3. Hann sýndi engin merki andúðar á manninum, sem
áminnti hann.
Mönnum yfirleitt, og einkum þó stórmennum, er mjög
gjarnt til að móðgast, þegar þeim eru sýndir gallar þeirra.
Sjálfum þeim fínnst sér vera frjálst að móðga Guð svo mikið
sem þeim sýnist. Hins vegar er engum frjálst, að hann verji
ntálefni Guðs gagnvart þeim. Á liðnum öldum hafa verið uppi
naenn, sem trúfastir hafa vogað sér það: að áminna konunga. En
þeir hafa lagt líf sitt í hættu með því að gera það. Suma hefur
það kostað lífíð. Hins vegar sýndi Davíð enga vanþóknun á
híatani. Virðist svo, að hann hafi orðið Davíð kærri vegna
trúmennsku sinnar. Einn son sinn nefndi hann nafni
sPámannsins og treysti honum til æviloka. Er hér því enn meiri
sönnun þess, hve djúp var iðrun Davíðs.
4. Hann var fús til að taka skömmina á sig, jafnvel fyrir
^oönnum. Ekkert er það til, sem ekki sé gert, er menn vilja fela
skömm sína fyrir öðrum. Þeir hlaða ranglæti ofan á ranglæti,