Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 66
66
NORÐURLJÓSIÐ
jafnvel fremja morð, til að forðast þá skömm, sem glæpir þeirra
gætu leitt yfír þá. Lastyrði manna, jafnvel þótt hörð væru, voru
einskis virði í augum Davíðs. það særði hann mest, að hann
hafði gefið tilefni þess, að ásakanir slíkar komu fram, og að þær
yrðu Guði til vanheiðurs. Þess vegna, þótt það héldi á loft hans
eigin smán, reit hann suma iðrunarsálma sína, og hann bjó til
lög við þá, svo að iðrandi menn á öllum öldum gætu hagnýtt sér
þá. Lítilfjörlegur var hann í eigin augum. Honum var sama,
þótt hann væri það í augum annarra.
II. Guð veitti viðtöku iðrun hans.
1. Enginn tími leið frá því, að Davíð iðraðist og játaði synd
sína, þangað til Guð fyrirgaf honum. „Ég mælti: Ég vil játa
afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrirgafst syndasekt mína“. Vér
hefðum getað vænst þess, að Guð biði með fyrirgefninguna,
þangað til líferni Davíðs hafði sannað iðrun hans. Guð breytir á
sér verðan hátt. Yfir náð sinni ræður hann og veitir hana á
hvern þann hátt, sem honum er verðugur, og hverjum þeim
manni, sem hann sjálfur vill. Mætti jafnvel segja, að hann hefði
sérstaka unun af að opinbera syndurum meðaumkun sína.
Hann sýnir mynd af sjálfum sér, sem er í sögunni af föðurnum,
er „hljóp og féll um háls“ sonarins týnda, þegar hann sneri
heim.
2. Algjör fyrirgefning. Hún kom þegar í stað, er Davíð
hafði játað synd sína. Eigi að síður: Afleiðingar hennar komu
niður á honum og mörgum öðrum. Sonur hans og Batsebu dó.
Hjákonur hans voru svívirtar í augsýn allra. Það gjörði sonur
hans Absalóm. Eftir þetta veik sverðið ekki frá húsi hans, eins
og Natan spáði.En allt var þetta bundið við þetta líf, ætlað
honum og öðrum til gagns. Það átti að sýna fullkominn og
óbreytanlegan viðbjóð Guðs á synd. en synd Davíðs sjálfs, hún
var alveg, algjörlega fyrirgefm.
3. Þetta sýnir takmarkalausa miskunn Guðs.
Hver hefði talið unnt, að slíkar syndir sem þær, er Davið
hafði drýgt, gætu orðið fyrirgefnar svo fljótt? En Guð „hefur
unun af að vera miskunnsamur“. Boðskapur hans til vor er þessi:
„Kannastu aðeins við ávirðing þína“. (Jeremía 3. 13.) Það er
oss til uppörvunar, að hann lýsir yfír, hvernig þeim manni
líður, sem fengið hefur fyrirgefning synda sinna: „Hann