Norðurljósið - 01.01.1983, Side 68
68
NORÐURLJÓSIÐ
Síðustu orð merkra manna
Gefið mér meiri svefnlyf, svo að ég losni við alla umhugsun uffl
eilífðina, og það, sem fyrir höndum er! Þetta voru hin síðustu
orð Mirabeu.
Þegar Altamont, er hann var á banasænginni, leit yfír sitt
liðna líf, hrópaði hann: O, þú sem ég hef spottað, miskunnar-
ríkasti Guð! helvíti sjálft væri gott hæli, gæti það falið mig fyrir
reiðisvip þínum.
Charteris ofursti notaði líf sitt til að safna auðæfum og
vanrækti sálu sína. En þegar kom til endaloka þess, sagði hann í
eymd sinni: Ég vil gefa 30.000 pund sterling (1.731.000 kr.)
þeim manni, sem getur sannað mér, að helvíti sé ekki til.
Annar nafnkunnur milljónamæringur í Ameríku, fór inn í
eilífðina, er hann hafði sagt þessi orð: Ég er sá hörmulegasti
djöfull á jörðunni!
Hvílíkur munur á síðustu augnablikum þessara manna og
þeirra, sem ganga inn í eilífðina í öruggri trú á Jesúm Krist,
fullir friðar, inn til hinnar eilífu gleði.
Lofaður sé Guð, sagði Preston, þótt ég breyti um bústaði,
breyti ég ekki um félagsskap, því að ég hef gengið með Guði í
þessu lífi. Og nú geng ég inn til hvíldar hjá honum!
Dýrlegi, sigri-hrósandi Jesús Kristur! hrópaði Ralph Smith.
Þótt hann vildi deyða mig tíu þúsund tíu þúsund sinnum sagði
Rutherford, vil ég treysta honum! O, að ég gæti faðmað hann!
O, að ég hefði hljómfagra hörpu til að fagna honum!
Stríðið er unnið, sagði Payson, og hinn eilífi sigur unninn, en
ég fer nú að vaða í úthafsdjúpi sakleysis, gæsku og gleði um
eilífð.
Leland sagði: Deyjandi gef ég sannleika kristindómsins
minn vitnisburð. Fagnaðarboðskapur Krists hefur hafið mig
upp yfir hræðslu dauðans, því að ég veit, að Lausnari minn
lifir.
Leitaðu við banasæng allra vantrúarmanna eftir slíkum
vitnisburði á síðustu augnablikum lífsins. Leit þín verður