Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 73
NORÐURLJÓSIÐ
73
Já - eða happ.
Happ - hvernig? Slasaðist enginn?
Hinn gamli Jónas dó í sprengingunni.
Það var þó hræðilegt. Hvernig gerðist það?
Það gerðist með brestum og braki. En óþokkinn gamli átti
ekki betra skilið.
Það er hræðilegt, að þér skuluð láta slíkt út úr yður. Það á
ekki að tala svona - hugsið yður, að það hefðuð verið þér sjálfur.
Það var ég . . .
Eruð þér með réttu ráði?
Eg hef aldrei verið með réttara ráði en einmitt núna . . .
Það var hinn gamli Jónas, sem fékk banahöggið, er spreng-
ingin varð niðri í brunninum. Eg sá, hvernig hinn Almáttki
greip fram í, bjargaði mér, og það breytti öllu. A landamærum
eilífðar sá ég liðna ævi í allt öðru ljósi en áður. Færi ég yfir
markalínu lífs og dauða, var ég glataður. En Drottinn var ríkur
af náð, og hann bjargaði lífi mínu. Og hann hefur einnig
bjargað sálu minni. Hann hefur dregið mig upp úr glötunar-
gröfinni og veitt mér fótfestu á frelsisbjarginu. Hér eftir vil ég
Hfa öðru lífi - lifa til að þjóna Drottni.
(Þýtt úr Sunnudagsskúlin. En þar úr
Morgunstjörnunni. (Dönsku).
Stjömufræðingurinn
Mörg ár eru liðin, síðan tveir menn sátu á bekk. Það var í borg-
inni gömlu Utrecht í Hollandi.
Hinn eldri þeirra var gamail maður, silfurhærður,
v>rðulegur ásýndum. Venjulega var hann nefndur faðir
^arteinn. Sem ungur maður var hann í skóla, en hafði notað
•neiri hlutann af 70 árunum, sem hann hafði lifað, í þjónustu
^rottins. Hinn yngri þeirra var Bremen, nemandi í lærða
skólanum þar í borg.
Láttu mig nú heyra, í hverju erfiðleiki þinn er fólginn, van
^remen, sagði hinn eldri.