Norðurljósið - 01.01.1983, Page 74
74
NORÐURLJÓSIÐ
Nemandinn svaraði: Já, að kenningar kristindómsins brjóti í
bág við vanalegar einföldustu reglur um stærðarhlutföll.
Þú veitst, að jörðin okkar er aðeins lítill depill í óendanlegum
alheimi. Og til eru aðrar stjörnur óteljandi, sem eru þúsund
sinnum stærri, en jörðin okkar. Trúir þú því raunverulega, að
Skaparinn hafí virkilega komið sjálfur í þennan ómerkilega
heim, og að hann hafi valið sér þessa litlu kúlu, sem flýtur um í
himingeimnum eins og dropi í hafinu, til að birta sig í einhverj-
um afkyma á yfirborði vatnsins? Hefði það ekki verið álíka
vonlaust eins og ef konungur okkar hefði valið sér einhverja at
minnstu og fátækustu sveitunum til að dvelja þar í fátækt 1
nokkur ár, svo að hann gæti birt íbúunum gæsku sína og sýnt
sig sem konung yfir fáeinum betlurum?
Eg skil, hvað þú átt við, svaraði gamli maðurinn. Þetta er
ekki í fyrsta skipti, sem slíkt er sagt á móti fagnaðarboðskapn-
um. I augum venjulegs mannvits er ritningarorð - eins og þetta
- ekki neitt stærðfræðilegt: „Guð hefur útvalið það, sem
heimurinn telur heimsku, til þess að gjöra hinum vitru
kinnroða. Og Guð hefur útvalið það, sem ekkert er, til þess að
gjöra það að engu, sem er. Og hið ógöfuga í heiminum og hið
fyrirlitna hefur Guð útvalið, til þess að gjöra það að engu, sem
er“. Slík orð sem þessi virðast hafa hausavíxl á hlutunum. En
þegar sannleikur og mannvit hafa snúið öfugt, síðan maðurinn
syndgaði og yfirgaf Guð, þá þarf mikla breytingu til að koma
hinu vonda í rétt horf aftur.
Afarlærður stjarnfræðingur átti fyrir 50 árum samtal við
Pétur - turnvörðinn, - sem gæti orðið þér til hjálpar. Á ég að
segja þér frá þessum atburði?
Stúdentinn samþykkti þetta feginn, og faðir Martin hélt
áfram:
Systursonur minn, Pétur, var turnvörður í dómkirkjunni 1
meira en 30 ár. Sérðu litla gluggann neðan við 1. hæðina? Hér
bjó hann aleinn, hvað mönnunum viðveik. En hann átti alveg
sérstaklega tryggan vin, - biblíuna. - Hann þekkti þessa
blessuðu bók. Samt las hann í henni með nýrri gleði á hverjum
degi. Skömmu áður en hann dó sagði hann:
Við og við gef ég bækurnar mínar. Þær eru góðar og ritaðar af
guðræknum höfundum, en aldrei get ég lesið þær oftar en