Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 75
norðurljósið
75
tvisvar áður en ég flnn mig knúinn til biblíunnar að vinna upp
aftur glataðan tíma.
Vetrarkvöld eitt bar það til, að Pétur sat í litlu stofunni sinni
með biblíuna opna á borðinu fyrir framan sig. Kuldinn var
mikill þetta kvöld og talsverður vindur líka. Forviða varð hann
er hann heyrði fótatak á tröppunum fyrir utan dyrnar. Þeim var
lokið upp af herramanni, sem var kúgaþreyttur og skjálfandi af
kulda. Þetta var hinn víðfrægi dr. Blankenheim sjálfur.
En, doktor, sagði Pétur og reis á fætur til að heilsa þessum
óvænta gesti sínum, hvað rekur þig hingað svona seint í þessum
voða kulda?
Eg er með verkefni, sem verður að leysa af hendi í nótt, því að
slíkt tækifæri kemur ekki aftur í 200 ár.
Hvaða verkefni er það? spurði Pétur.
I nótt verða stjörnur í þeirri afstöðu sín á milli, sem þær
verða ekki í aftur fyrr en eftir 200 ár. Ég mundi sjá eftir því alla
mína ævi, ef ég notaði ekki þetta tækifæri. Nú er klukkan 11.30
svo að ég verð að fara upp í turninn og koma sjónaukanum
fyrir.
Meðan háskólakennarinn talaði, litaðist hann um í
herberginu. - En hvernig getur þú verið ánægður með, að eiga
heima hér einsamall alla ævi?
Ég er ekki svo einsamall og þú heldur. Mér þykir fjarska
gaman að lesa.
Jú, ég kem ekki svo hingað inn, að ég sjái þig ekki vera að lesa
í biblíunni þinni. En þetta eykur á forvitni mína. Hvernig getur
þú fyllt allt þitt líf með því, sem bókin þessi geymir? Berðu
saman þessa litlu bók og óendanlegu bókina sem ég er að lesa?
Himingeimurinn allur liggur opinn fyrir mér, og ég hlakka til á
hverjum degi að sjá þar eitthvað nýtt. En þú veist ekki neitt um
stjörnurnar, Pétur.
En, herra háskólakennari, þó að ég ekki þekki nöfnin á
þessum fögru vitnum Skaparans, þá er það samt biblían, sem
kennir mér eitthvað um þær. Hún segir: „Hefjið upp augu yðar
í hæðirnar og litist um: Hver hefur skapað þetta? Hann, sem
leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni:
sökum mikilleiks kraftar hans og af því, að hann er voldugur af
afli verður engrar þeirra vant. (Engrar sett í stað einskis.) Þetta