Norðurljósið - 01.01.1983, Síða 79
NORÐURLJÓSIÐ
79
reis hann á fætur og sagði fjarska hrærður um leið og hann tók í
hönd Pétri:
Pétur, þú ert betri og vitrari en ég. Bók þín kennir þér æðri
hluti en stjörnurnar hafa nokkru sinni kennt mér.
Þannig endaði faðir Marteinn sögu sína.
Háskólastúdentinn reis á fætur og sagði:
Systursonur þinn, Pétur, var betri stjarnfræðingur en
háskólakennarinn.
H.P Bakker.
Z. Zachariasen sneri á færeysku.
Þýtt úr Sunnudagsskúlin. nr. 23, og 24 1968.
Alveg snúið við
Eftir Lars Rustböle.
hað er sagt um Lunde biskup, þegar hann var prestur í gamla
horgarhluta Oslóar, að hann kom óvænt inn til fjölskyldu.
^örg börn voru þar. Þau voru að leika sér ein í stofunni og voru
komin að því að berjast. Er Lunde opnaði dyrnar,^ lágu tveir
hrengir undir borðinu og klipu hvor annan. A sófa sat
hálfvaxinn drengur og reytti hárið á systur sinni. Hún var yngri
en hann og gat ekki losað sig. Hér blönduðust saman óp, grátur
°8 kveinstafir.
Mamma þeirra opnaði hrædd eldhúsdyrnar og horfði á
Prestinn.
Já, þú ert nú ekki kominn á fallegt heimili. Ég get ekki
hugsað mér, að nokkur eigi svona ósiðleg börn nema ég.
O, jú, ég þekki einhvern, sem á börn, sem verri eru en þessi.
°g þau eru miklu fleiri, sem hann þarf að hafa stjórn á.
Samanborið við hann, þá er það ekki neitt,sem þú hefur að
stríða við.
Geta nokkur börn verið verri en mín? Mér hefði geðjast vel:
að heyra nafnið hans, sagði konan brosandi.
Þú getur fengið að heyra það, sagði Lunde. Það er Faðir
°kkar á himnum. - Þú hefur kannski heyrt um hann?